Viðskipti erlent

Frakkar tóku hart á Google

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Macron og Trump ræddu skatta tæknirisa.
Macron og Trump ræddu skatta tæknirisa. Nordicphotos/Getty
Google hefur samþykkt að greiða franska ríkinu tæplega milljarð evra, eða 130 milljarða króna, vegna ógreiddra skatta. Tæplega helmingur af upphæðinni er sáttagreiðslur enda hefur málið staðið lengi yfir.

Efnahagsbrotadeild frönsku lögreglunnar hóf að rannsaka undanskotin árið 2015. Ári síðar gerði hundrað manna sveit áhlaup á höfuðstöðvar netrisans í París og gerði húsleit.

Frakkar hafa barist fyrir því innan G7 að stór alþjóðleg fyrirtæki greiði skatta í þeim löndum þar sem þjónustan er. Frakkar settu lög þess efnis að útibú alþjóðlegra tæknifyrirtækja greiddu skatta af starfsemi móðurfélagsins. Höfuðstöðvar Google í Evrópu eru á Írlandi þar sem skattar eru lágir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist illa við þessum aðgerðum og hótar refsiaðgerðum. Á fundi G7-ríkjanna í ágúst virtust Trump og Macron hafa náð samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×