Sjötugsafmæli Jóhanns fagnað með ráðstefnu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. september 2019 07:15 Jóhann Malmquist, fyrsti íslenski tölvunarfræðidoktorinn. Fréttablaðið/Valli Jóhann er Reykvíkingur, alinn upp í Hlíðunum. Hann er sonur Eðvalds B. og Ástu Thoroddsen Malmquist og átti tvö systkini. Það var bróðir hans Guðmundur, sem nú er látinn, sem benti Jóhanni á að fara í Menntaskólann á Akureyri og í 3. bekk fékk hann fyrst mikinn áhuga á lærdómi. „Í 5. bekk sagði félagi minn mér frá grein úr Scientific American, um þessa nýju tækni,“ segir Jóhann. Þetta var árið 1969 og tölvur nær óþekktar á Íslandi. Jóhann fór til Ottos M. Michelsen, forstjóra IBM á Íslandi, og bað um að fá að fara á námskeið um þessi undratæki. „Ottó sagði já, og ef ég stæði mig vel þyrfti ég ekkert að borga,“ segir Jóhann og brosir. „Ég fékk gríðarlegan áhuga og las fjölmargar sjálfsnámsbækur. Í 6. bekk hélt ég svo sjálfur námskeið um tölvur í menntaskólanum.“ Fyrir árangur í stærðfræði fékk Jóhann styrk til náms við Carrol-háskólann í Wisconsin-fylki. Þar lærði hann stærðfræði og eðlisfræði með tölvufræði sem aukagrein. Síðar gekk hann í Penn State í Pennsylvaníu og varð fyrsti íslenski doktorinn í tölvunarfræði árið 1979. Á þessum árum var Ísland langt á eftir Bandaríkjunum í tölvumálum. „Pabbi minn gafst upp á að reyna að útskýra fyrir fólki að ég væri að læra tölvunarfræði. Hann sagði að ég væri í stærðfræði því það skildi enginn hvað tölvunarfræði var á þessum tíma,“ segir Jóhann.Tölvuvæðing ríkisstofnana Eftir nám starfaði Jóhann við TJ Watson Research Center í New York-fylki, sem var ein af helstu rannsóknarstofnunum IBM. Það var mikil gróska og störfuðu þar meðal annars á áttunda hundrað doktorar og tveir Nóbelsverðlaunahafar. Hann starfaði í litlum rannsóknarhópi við verkefnið Query-by-Example sem er mikið notað. „Netið var þá komið og við vorum tengd út um allt, meira að segja til Grænlands. En ekki Íslands,“ segir hann og hlær. Árið 1980 kom hann heim og hóf að starfa í fjármálaráðuneytinu. Það ár hafði íslenska ríkisstjórnin ákveðið að verja 4 milljónum króna í tölvuvæðingu ríkisstofnana og Jóhann leiddi þá vinnu. „Það var mikill munur að koma úr djúpum vísindalegum pælingum í það hvernig hægt væri að nota tölvur fyrir almenning.“ Jóhann hóf kennslu við Háskólann árið 1980 og varð prófessor fimm árum síðar. Hann segir deildina hafa verið sveiflukennda að og mikil bylting hafi orðið í kringum 1987 þegar PC-tölvur urðu vinsælar. Með fram kennslu hefur Jóhann komið að ýmsum verkefnum, meðal annars verið ráðgjafi hjá Apple og var einn af stofnendum GoPro.Samferðafólk Ráðstefna til heiðurs Jóhanni verður haldin í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun, þriðjudag, klukkan 13.30. Þar munu samferðamenn hans og fyrrverandi nemendur taka til máls. Meðal þeirra er Robert Sutor, sem er yfirmaður TJ Watson hjá IBM, og mun hann ræða um skammtatölvur. Þær eru að hluta til byggðar á hugmyndum sem komu fram fyrir 40 árum, þegar Jóhann vann hjá stofnuninni. „Ólíkt því sem margir halda, þá gerist margt mjög hægt í þessum fræðum. Til dæmis komu fram hugmyndir um grafískt notendaviðmót á sjöunda áratugnum, sem varð svo ekki útbreitt fyrr en 1984 með Macintosh-tölvunni frá Apple.“ Aðspurður um hvar mestur vöxturinn verði á komandi árum segir Jóhann að tölvur geti nýst alls staðar. „Ef þú kemur fram með nýja hugmynd þarftu vanalega einhvern hugbúnað með. Ég held að vöxturinn verði fyrst og fremst í dreifingu tækninnar út um allt,“ segir Jóhann. Í dag er hann þátttakandi í tveimur sprotafyrirtækjum, á mjög ólíkum sviðum. Annars vegar til að meta hættu á blindu fyrir sykursjúka og hins vegar varðandi gervigreind til tónlistarkennslu. Samstarfsmenn Jóhanns í báðum verkefnum, Einar Stefánsson læknir og Eiður M. Árnason, munu halda fyrirlestur. Aðrir sem koma fram verða Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Háskólann, Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, Helga Árnadóttir, stofnandi Tulipop, Björg Eiríksdóttir, kennari við Kársnesskóla, og Bragi Leifur Hauksson sem kom að tölvu- og netvæðingu stjórnkerfisins með Jóhanni.Ekki hættur að kenna Eiginkona Jóhanns er Svana Friðriksdóttir grunnskólakennari. Þau búa á Bárugötunni og eiga ekki langt í gullbrúðkaupið. Þau eiga þrjú börn, Skúla Friðrik kvikmyndaframleiðanda, Ara Benóný verkfræðinema og Ástu Berit arkitekt. Barnabörnin eru orðin níu. Jóhann segir tölvunarfræðina sjálfa og kennsluna vera áhugamál hjá sér og einnig samverustundir með fjölskyldunni. „Aldurinn leggst vel í mig,“ segir Jóhann og brosir. „Þó ég hafi fengið þennan titil er ég ekki hættur að kenna. Mér finnst alveg sérstaklega gaman að kenna námskeið sem heitir „Frá hugmynd að veruleika“ þaðan sem alls kyns verkefni hafa sprottið og sum náð velgengni á alþjóðavísu.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Jóhann er Reykvíkingur, alinn upp í Hlíðunum. Hann er sonur Eðvalds B. og Ástu Thoroddsen Malmquist og átti tvö systkini. Það var bróðir hans Guðmundur, sem nú er látinn, sem benti Jóhanni á að fara í Menntaskólann á Akureyri og í 3. bekk fékk hann fyrst mikinn áhuga á lærdómi. „Í 5. bekk sagði félagi minn mér frá grein úr Scientific American, um þessa nýju tækni,“ segir Jóhann. Þetta var árið 1969 og tölvur nær óþekktar á Íslandi. Jóhann fór til Ottos M. Michelsen, forstjóra IBM á Íslandi, og bað um að fá að fara á námskeið um þessi undratæki. „Ottó sagði já, og ef ég stæði mig vel þyrfti ég ekkert að borga,“ segir Jóhann og brosir. „Ég fékk gríðarlegan áhuga og las fjölmargar sjálfsnámsbækur. Í 6. bekk hélt ég svo sjálfur námskeið um tölvur í menntaskólanum.“ Fyrir árangur í stærðfræði fékk Jóhann styrk til náms við Carrol-háskólann í Wisconsin-fylki. Þar lærði hann stærðfræði og eðlisfræði með tölvufræði sem aukagrein. Síðar gekk hann í Penn State í Pennsylvaníu og varð fyrsti íslenski doktorinn í tölvunarfræði árið 1979. Á þessum árum var Ísland langt á eftir Bandaríkjunum í tölvumálum. „Pabbi minn gafst upp á að reyna að útskýra fyrir fólki að ég væri að læra tölvunarfræði. Hann sagði að ég væri í stærðfræði því það skildi enginn hvað tölvunarfræði var á þessum tíma,“ segir Jóhann.Tölvuvæðing ríkisstofnana Eftir nám starfaði Jóhann við TJ Watson Research Center í New York-fylki, sem var ein af helstu rannsóknarstofnunum IBM. Það var mikil gróska og störfuðu þar meðal annars á áttunda hundrað doktorar og tveir Nóbelsverðlaunahafar. Hann starfaði í litlum rannsóknarhópi við verkefnið Query-by-Example sem er mikið notað. „Netið var þá komið og við vorum tengd út um allt, meira að segja til Grænlands. En ekki Íslands,“ segir hann og hlær. Árið 1980 kom hann heim og hóf að starfa í fjármálaráðuneytinu. Það ár hafði íslenska ríkisstjórnin ákveðið að verja 4 milljónum króna í tölvuvæðingu ríkisstofnana og Jóhann leiddi þá vinnu. „Það var mikill munur að koma úr djúpum vísindalegum pælingum í það hvernig hægt væri að nota tölvur fyrir almenning.“ Jóhann hóf kennslu við Háskólann árið 1980 og varð prófessor fimm árum síðar. Hann segir deildina hafa verið sveiflukennda að og mikil bylting hafi orðið í kringum 1987 þegar PC-tölvur urðu vinsælar. Með fram kennslu hefur Jóhann komið að ýmsum verkefnum, meðal annars verið ráðgjafi hjá Apple og var einn af stofnendum GoPro.Samferðafólk Ráðstefna til heiðurs Jóhanni verður haldin í hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun, þriðjudag, klukkan 13.30. Þar munu samferðamenn hans og fyrrverandi nemendur taka til máls. Meðal þeirra er Robert Sutor, sem er yfirmaður TJ Watson hjá IBM, og mun hann ræða um skammtatölvur. Þær eru að hluta til byggðar á hugmyndum sem komu fram fyrir 40 árum, þegar Jóhann vann hjá stofnuninni. „Ólíkt því sem margir halda, þá gerist margt mjög hægt í þessum fræðum. Til dæmis komu fram hugmyndir um grafískt notendaviðmót á sjöunda áratugnum, sem varð svo ekki útbreitt fyrr en 1984 með Macintosh-tölvunni frá Apple.“ Aðspurður um hvar mestur vöxturinn verði á komandi árum segir Jóhann að tölvur geti nýst alls staðar. „Ef þú kemur fram með nýja hugmynd þarftu vanalega einhvern hugbúnað með. Ég held að vöxturinn verði fyrst og fremst í dreifingu tækninnar út um allt,“ segir Jóhann. Í dag er hann þátttakandi í tveimur sprotafyrirtækjum, á mjög ólíkum sviðum. Annars vegar til að meta hættu á blindu fyrir sykursjúka og hins vegar varðandi gervigreind til tónlistarkennslu. Samstarfsmenn Jóhanns í báðum verkefnum, Einar Stefánsson læknir og Eiður M. Árnason, munu halda fyrirlestur. Aðrir sem koma fram verða Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Háskólann, Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, Helga Árnadóttir, stofnandi Tulipop, Björg Eiríksdóttir, kennari við Kársnesskóla, og Bragi Leifur Hauksson sem kom að tölvu- og netvæðingu stjórnkerfisins með Jóhanni.Ekki hættur að kenna Eiginkona Jóhanns er Svana Friðriksdóttir grunnskólakennari. Þau búa á Bárugötunni og eiga ekki langt í gullbrúðkaupið. Þau eiga þrjú börn, Skúla Friðrik kvikmyndaframleiðanda, Ara Benóný verkfræðinema og Ástu Berit arkitekt. Barnabörnin eru orðin níu. Jóhann segir tölvunarfræðina sjálfa og kennsluna vera áhugamál hjá sér og einnig samverustundir með fjölskyldunni. „Aldurinn leggst vel í mig,“ segir Jóhann og brosir. „Þó ég hafi fengið þennan titil er ég ekki hættur að kenna. Mér finnst alveg sérstaklega gaman að kenna námskeið sem heitir „Frá hugmynd að veruleika“ þaðan sem alls kyns verkefni hafa sprottið og sum náð velgengni á alþjóðavísu.“ kristinnhaukur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira