Ungir samviskusendiherrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 10:04 Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun