Greedfall: Heillandi hlutverkaleikur af gamla skólanum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 09:15 Greedfall gerist í áhugaverðum heimi og saga hans er það sömuleiðis. Vísir/Spiders GreedFall er hlutverkaleikur af gamla skólanum þar sem spilarar eru settir í spor erindreka á dularfullri og kyngimagnaðri eyju þar sem nýlenduveldi og innfæddir berjast um yfirráð. Það er margt sem Greedfall gerir rétt og það er mjög auðvelt að finna keim af (gamla) Bioware í leiknum, þó hann sé gerður af hinu tiltölulega smáa fyrirtæki, Spiders. Greedfall er þó nokkuð grófur og bardakerfið er oftar en ekki einsleitt. Það dregur úr þeirri upplifun sem áhugaverð saga leiksins og sögusvið býður upp á en það endurspeglar að vissu leyti átjándu öld í Evrópu. Þrátt fyrir gallana hefur GreedFall heillað mig.Eins og svo oft áður í hlutverkaleikjum byrjar maður á að búa til persónu og velja hæfileika hennar. Hægt er að vera karl eða kona og sníða hana á ýmsan hátt. Eitt það mest pirrandi við Greedfall er þó að það er ekkert hægt að breyta hæfileikum þeirra sem fylgja manni í gegnum leikinn, sem er pirrandi, því það er gaman að sníða hópinn að eigin stíl svo hver förunautur hentar hinum. Bardagkerfið býður manni upp á að gera beita mismunandi vopnum og árásum og safna upp „fury“ stigum til að gera ofurárás ef svo má að orði komast. Í millitíðinni þarf maður að skutla sér undan árásum manna og skrímsla og notast við skotvopn og jafnvel galdra. Þetta hljómar ef til vill áhugavert og var það um tíma. Þrátt fyrir mismunandi bardagastíla, vopn og galdra, er bardagakerfi Greedfall nánast eins frá upphafi til enda og það er lítið sem hrist er upp í hlutunum. Maður er alltaf að gera sömu hlutina og berjast við einkar svipaða vonda kalla og það verður þreytandi á endanum að gera sömu hreyfingarnar. Stærri og sterkari óvinir breyta formúlunni aðeins en þeir stinga ekki oft upp kollinum. Það sem hjálpar bardagakerfi GreedFall verulega er það hve erfiðir bardagar geta verið. Aðallega þegar maður er að reyna að drepa óvini sem eru mun sterkari en maður sjálfur. Fylgjendur söguhetjunnar gera það sem þeir gera, því maður getur engin áhrif haft á þá. Sem er pirrandi.Vísir/SpidersGreedfall gerist í áhugaverðum heimi og saga hans er það sömuleiðis. Í stuttu máli sagt eru fjórar stórar fylkingar að berjast um yfirráð á stórri eyju og í senn leita að lækningu fyrir veikina Malichor, sem hrjáir alla. Þrjár af fylkingunum eru á eyjunni sem landvinningamenn og allir koma illa fram við hina innfæddu. Inn á milli eru svo fleiri fylkingar en sagan þykir mér áhugaverðasti hluti leiksins, þó vil ég taka fram að ég er ekki búinn með leikinn enn.Ein fylkingin, Bridge Alliance, er skipuð af vísindamönnum og þeir eiga í átökum við aðra fylkingu, Théléme, sem er skipuð af prestum og nokkurs konar samblanda af kaþólsku kirkjunni og Westboro baptist kirkjunni, sem sagt nánast eintómir geðsjúklingar. Innfæddir íbúar eyjunnar Teer Fradean, virðast svo eiga í átökum við alla hina sem eru að reyna að ná tökum á heimalandi þeirra. Til að byrja með allavega. GreedFall svipar einnig svolítið til Witcher 3 að því leiti að oft er erfitt að finna hreina „góða“ lausn á verkefnum. Aðstæður á Teer Fredean eru flóknar og verkefnin endurspegla það. Sömuleiðis geta verkefni leiksins verið áhugaverð og yfirleitt eru nokkrar leiðir til að takast á við þau. Oftar en ekki er hægt að drepa alla sem á vegi manns verða. Svo er líka hægt að skríða á milli skugga og jafnvel finna sér dulargervi til að komast inn á tiltekin svæði. Þær ákvarðanir sem maður tekur í leiknum hafa svo afleiðingar þegar nær dregur endalokunum. Hluti þeirra allavega.„Glitchar” stinga upp kollinum af og til. Í eitt skipti var ég að versla í leiknum og þegar ég lokaði valmyndinni var ég umkringdur vörðum. Ég gat ómögulegt fært mig þar sem verðirnir, sem eiga að vera á gangi um borgina strönduðu á mér og föruneyti mínu og festu mig og föruneyti mitt í leiðinni. Mér tókst reyndar að vista leikinn, hætta og fara aftur inn. Þá voru verðirnir farnir og ég gat haldið leið minni áfram. Talsetning er oft eitthvað undarleg og tal persóna ekki í samræmi við hreyfingar vara þeirra. Umhverfi leiksins er oftar en ekki flott en grafíkin klikkar stundum hjá mér. Ég þyrfti reyndar að fara að fá mér nýtt þrívíddarkort en gallarnir eru þó til staðar, eins og hökt og undarlegar hreyfingar persóna.Að hlaupa fram og til baka Verkefni leiksins oftar en ekki góð. Eitt stuðaði mig samt ótrúlega mikið. Ég þurfti að fara eitthvað út í skóg og tala við fólk um að þrír menn hafi verið myrtir. Þá þurfti ég að fara aftur til borgarinnar og tala við embættismann. Hann sagði mér að fara niður í kjallara og finna skjal og fara svo út úr bæjarskrifstofunni, finna konu og bera skjalið undir hana. Það gerði ég og þá þurfti ég að fara og tala aftur við embættismanninn. Að þessu loknu þurfti ég að fara aftur út í skóg og tala við kall í þorpi. Hann bað mig um að kíkja á einhverja námu sem átti að vera lokuð. Þar kom í ljós að verið var að nota innfædda sem þræla og það þótti mínum manni ólíðandi. Ég þurfti því að fara aftur til borgarinnar og tala við sama embættismanninn og áður. Hann var hneykslaður á þrælahaldinu og sagði mér að fara niður í kjallara og finna skjal og fara svo út úr bæjarskrifstofunni, finna konu (þá sömu og áðan) og bera skjalið undir hana. Þá þurfti ég að fara og tala aftur við embættismanninn. Ég er búinn að rekast á nokkur verkefni sem fela mikið fram og til baka hlaup í sér. Þetta er gjörsamlega hræðileg verkefnahönnun. Ég var í allavega hálftíma að hlaupa upp stiga, inn ganga og opna hurðir í þessari bölvuðu bæjarskrifstofu. Þessi helvítis embættismaður gæti líka ekki verið lengra frá inngangi bæjarskrifstofunnar og upp fleiri stiga og í gegnum fleiri dyr og maður þarf að tala við hann brjálæðislega oft. Eitt það allra versta við þennan leik er að ég hef ekki getað drepið hann, hingað til.Vísir/SpidersSamantekt-ish Það er ýmislegt við GreedFall sem fer í taugarnar á mér en þrátt fyrir það hefur mér fundist hann áhugaverður og skemmtilegur. Ég er reyndar mikill aðdáandi hlutverkaleikja eins og GreedFall og hef verið það lengi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
GreedFall er hlutverkaleikur af gamla skólanum þar sem spilarar eru settir í spor erindreka á dularfullri og kyngimagnaðri eyju þar sem nýlenduveldi og innfæddir berjast um yfirráð. Það er margt sem Greedfall gerir rétt og það er mjög auðvelt að finna keim af (gamla) Bioware í leiknum, þó hann sé gerður af hinu tiltölulega smáa fyrirtæki, Spiders. Greedfall er þó nokkuð grófur og bardakerfið er oftar en ekki einsleitt. Það dregur úr þeirri upplifun sem áhugaverð saga leiksins og sögusvið býður upp á en það endurspeglar að vissu leyti átjándu öld í Evrópu. Þrátt fyrir gallana hefur GreedFall heillað mig.Eins og svo oft áður í hlutverkaleikjum byrjar maður á að búa til persónu og velja hæfileika hennar. Hægt er að vera karl eða kona og sníða hana á ýmsan hátt. Eitt það mest pirrandi við Greedfall er þó að það er ekkert hægt að breyta hæfileikum þeirra sem fylgja manni í gegnum leikinn, sem er pirrandi, því það er gaman að sníða hópinn að eigin stíl svo hver förunautur hentar hinum. Bardagkerfið býður manni upp á að gera beita mismunandi vopnum og árásum og safna upp „fury“ stigum til að gera ofurárás ef svo má að orði komast. Í millitíðinni þarf maður að skutla sér undan árásum manna og skrímsla og notast við skotvopn og jafnvel galdra. Þetta hljómar ef til vill áhugavert og var það um tíma. Þrátt fyrir mismunandi bardagastíla, vopn og galdra, er bardagakerfi Greedfall nánast eins frá upphafi til enda og það er lítið sem hrist er upp í hlutunum. Maður er alltaf að gera sömu hlutina og berjast við einkar svipaða vonda kalla og það verður þreytandi á endanum að gera sömu hreyfingarnar. Stærri og sterkari óvinir breyta formúlunni aðeins en þeir stinga ekki oft upp kollinum. Það sem hjálpar bardagakerfi GreedFall verulega er það hve erfiðir bardagar geta verið. Aðallega þegar maður er að reyna að drepa óvini sem eru mun sterkari en maður sjálfur. Fylgjendur söguhetjunnar gera það sem þeir gera, því maður getur engin áhrif haft á þá. Sem er pirrandi.Vísir/SpidersGreedfall gerist í áhugaverðum heimi og saga hans er það sömuleiðis. Í stuttu máli sagt eru fjórar stórar fylkingar að berjast um yfirráð á stórri eyju og í senn leita að lækningu fyrir veikina Malichor, sem hrjáir alla. Þrjár af fylkingunum eru á eyjunni sem landvinningamenn og allir koma illa fram við hina innfæddu. Inn á milli eru svo fleiri fylkingar en sagan þykir mér áhugaverðasti hluti leiksins, þó vil ég taka fram að ég er ekki búinn með leikinn enn.Ein fylkingin, Bridge Alliance, er skipuð af vísindamönnum og þeir eiga í átökum við aðra fylkingu, Théléme, sem er skipuð af prestum og nokkurs konar samblanda af kaþólsku kirkjunni og Westboro baptist kirkjunni, sem sagt nánast eintómir geðsjúklingar. Innfæddir íbúar eyjunnar Teer Fradean, virðast svo eiga í átökum við alla hina sem eru að reyna að ná tökum á heimalandi þeirra. Til að byrja með allavega. GreedFall svipar einnig svolítið til Witcher 3 að því leiti að oft er erfitt að finna hreina „góða“ lausn á verkefnum. Aðstæður á Teer Fredean eru flóknar og verkefnin endurspegla það. Sömuleiðis geta verkefni leiksins verið áhugaverð og yfirleitt eru nokkrar leiðir til að takast á við þau. Oftar en ekki er hægt að drepa alla sem á vegi manns verða. Svo er líka hægt að skríða á milli skugga og jafnvel finna sér dulargervi til að komast inn á tiltekin svæði. Þær ákvarðanir sem maður tekur í leiknum hafa svo afleiðingar þegar nær dregur endalokunum. Hluti þeirra allavega.„Glitchar” stinga upp kollinum af og til. Í eitt skipti var ég að versla í leiknum og þegar ég lokaði valmyndinni var ég umkringdur vörðum. Ég gat ómögulegt fært mig þar sem verðirnir, sem eiga að vera á gangi um borgina strönduðu á mér og föruneyti mínu og festu mig og föruneyti mitt í leiðinni. Mér tókst reyndar að vista leikinn, hætta og fara aftur inn. Þá voru verðirnir farnir og ég gat haldið leið minni áfram. Talsetning er oft eitthvað undarleg og tal persóna ekki í samræmi við hreyfingar vara þeirra. Umhverfi leiksins er oftar en ekki flott en grafíkin klikkar stundum hjá mér. Ég þyrfti reyndar að fara að fá mér nýtt þrívíddarkort en gallarnir eru þó til staðar, eins og hökt og undarlegar hreyfingar persóna.Að hlaupa fram og til baka Verkefni leiksins oftar en ekki góð. Eitt stuðaði mig samt ótrúlega mikið. Ég þurfti að fara eitthvað út í skóg og tala við fólk um að þrír menn hafi verið myrtir. Þá þurfti ég að fara aftur til borgarinnar og tala við embættismann. Hann sagði mér að fara niður í kjallara og finna skjal og fara svo út úr bæjarskrifstofunni, finna konu og bera skjalið undir hana. Það gerði ég og þá þurfti ég að fara og tala aftur við embættismanninn. Að þessu loknu þurfti ég að fara aftur út í skóg og tala við kall í þorpi. Hann bað mig um að kíkja á einhverja námu sem átti að vera lokuð. Þar kom í ljós að verið var að nota innfædda sem þræla og það þótti mínum manni ólíðandi. Ég þurfti því að fara aftur til borgarinnar og tala við sama embættismanninn og áður. Hann var hneykslaður á þrælahaldinu og sagði mér að fara niður í kjallara og finna skjal og fara svo út úr bæjarskrifstofunni, finna konu (þá sömu og áðan) og bera skjalið undir hana. Þá þurfti ég að fara og tala aftur við embættismanninn. Ég er búinn að rekast á nokkur verkefni sem fela mikið fram og til baka hlaup í sér. Þetta er gjörsamlega hræðileg verkefnahönnun. Ég var í allavega hálftíma að hlaupa upp stiga, inn ganga og opna hurðir í þessari bölvuðu bæjarskrifstofu. Þessi helvítis embættismaður gæti líka ekki verið lengra frá inngangi bæjarskrifstofunnar og upp fleiri stiga og í gegnum fleiri dyr og maður þarf að tala við hann brjálæðislega oft. Eitt það allra versta við þennan leik er að ég hef ekki getað drepið hann, hingað til.Vísir/SpidersSamantekt-ish Það er ýmislegt við GreedFall sem fer í taugarnar á mér en þrátt fyrir það hefur mér fundist hann áhugaverður og skemmtilegur. Ég er reyndar mikill aðdáandi hlutverkaleikja eins og GreedFall og hef verið það lengi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira