Hverju gæti hugarfar grósku breytt? Ragnheiður Aradóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar