Hvað er að SKE? Katrín Olga Jóhannesdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun