Innlent

Rafmagnsleysi á Suðurlandi í morgunsárið

Samúel Karl Ólason skrifar
Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun.
Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun. Vísir/Landsnet
Víða varð rafmagnslaust á Suðurlandi í snemma í morgun. Rafmagnsleysið náði í það minnsta til Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar, Stokkseyrar og Eyrarbakka. Samkvæmt tilkynningum á vef Landsnets er rafmagn komið aftur á á alla staði sem misstu rafmagn fyrr í nótt.



Miðað við tilkynningarnar frá Landsneti varð fyrst straumlaust skömmu eftir klukkan fimm í morgun. Spennu varð aftur komið á í Þorlákshöfn um hálf sex og í Hveragerði um korter í sex. Skömmu eftir sex var búið að ná spennu aftur.

Þá segir að bilunin hafi sennilega komið upp á Þorlákshafnarlínu 1 og er unnið að frekari skoðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×