Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 17:45 Boris Johnson hefur áður gefið út að ríkisstjórnin muni ekki óska eftir frekari frest. Vísir/AP Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00