Góðir Framsóknarmenn! Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2019 07:15 Arndís Hrönn og Siggi Sigurjóns dansa eins og tveir grimmir en lúmskir kettir kringum heitan mjólkurgraut. Grímur Hákonarson er einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjórinn sem sinnir list sinni af hugsjón á Íslandi. Hann hefur alltaf verið svolítið sér á parti og samkvæmur sjálfum sér í gegnum tíðina hefur hann mótað sín sterku höfundareinkenni. Hann sló verðskuldað í gegn með Hrútum 2015 og heldur sig enn í sveitinni í Héraði en samt er rétt að halda vandlega til haga að þessi bráðsnjalla, litla sveitasaga er ekki Hrútar II. Því fer fjarri þótt hún fjalli öðrum þræði um hálfgerða hrúta sem manngerast í staðalmyndum af kaupfélagsbullum og Framsóknarmönnum sem skara grimmt eld að eigin köku í skálkaskjóli umgmennafélagsandans og samvinnuhugsjónarinnar. Nokkuð er liðið síðan Héraðið var frumsýnt en seint birtast sumir bíódómar en birtast þó enda með öllu ótækt að Fréttablaðið láti sem ekkert sé þá sjaldan sem rammpólistísk, íslensk kvikmynd birtist á tjaldinu. Inga er bóndi sem stendur höllum fæti með sitt stafræna kúabú þegar eiginmaður hennar, borinn og barnfæddur Framsóknarmaður í Erpsfirði, fellur skyndilega frá. Hún er varla búin að jarða ösku eiginmannsins þegar kaupfélagið fer að herða hálstak sitt á henni.Hún er hins vegar laus við innræktaða Framsóknarþrælslundina og snýr vörn í sókn. Bóndakona fer í stríð ef svo má segja og velgir stórbokkum sveitarinnar heldur betur undir uggum á öllum vígstöðvum; Facebook og í mjólkurbúskapnum. Arndís Hrönn Egilsdóttir er prímusmótorinn sem knýr þessa öskureiðu mjaltavél áfram og fer alveg á kostum í hlutverki Ingu. Dyggilega stutt úrvalsliði leikara í minni hlutverkum þar sem ekki verður hjá því komist að nefna sérstaklega Sigurð Sigurjónsson sem skilar býsna góðum skúrki í kaupfélagsstjóranum Eyjólfi. Þá getur það varla verið helber tilviljun að í hlutverk helsta handrukkara og erindreka kaupfélagseinokunarinnar hafi valist Hannes Óli Ágústsson sem minnir skuggalega á persónu sem hann hefur slegið eign sinni á í skaupum síðustu ára. Bráðskemmtilegur að vanda. Arndís Hrönn Egilsdóttir er alveg frábær í hlutverki Ingu sem lætur ekki kaupfélagið kúga sig.Þótt þessi litla saga sé lyginni líkust í þessum efnum fer hún sorglega nærri kunnuglegum raunveruleikanum og er þannig helvíti hressileg hugvekja í öllum sínum einfaldleika. Héraðið er snotur og einhvern veginn sérlega krúttleg baráttusaga þar sem saman fer örugg leikstjórn, sniðugt og á köflum drepfyndið handrit sem öflugur leikhópur afgreiðir í alíslensku sveitaumhverfi þar sem sérstaklega viðeigandi og skemmtileg tónlist Valgeirs Sigurðssonar svífur yfir túnum, stjórnar taktinum og fullkomnar heildarmyndina.Niðurstaða: Ósköp lítil og snotur saga úr sveitinni um baráttu sterkrar bóndakonu við ofurefli kaupfélagsveldisins. Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Skagafjörður Tengdar fréttir Segir viðbrögð bíógesta á Króknum ríma við sína upplifun Aðeins einn vildi tjá sig um málefni Skagafjarðar eftir sýningu á Héraðinu á Sauðárkróki í gær. 21. ágúst 2019 18:03 Uppselt á frumsýningu Héraðsins í Toronto Kvikmyndin Héraðið eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi og var það í fyrsta sem myndin var sýnd utan landsteinanna. 7. september 2019 20:08 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Grímur Hákonarson er einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjórinn sem sinnir list sinni af hugsjón á Íslandi. Hann hefur alltaf verið svolítið sér á parti og samkvæmur sjálfum sér í gegnum tíðina hefur hann mótað sín sterku höfundareinkenni. Hann sló verðskuldað í gegn með Hrútum 2015 og heldur sig enn í sveitinni í Héraði en samt er rétt að halda vandlega til haga að þessi bráðsnjalla, litla sveitasaga er ekki Hrútar II. Því fer fjarri þótt hún fjalli öðrum þræði um hálfgerða hrúta sem manngerast í staðalmyndum af kaupfélagsbullum og Framsóknarmönnum sem skara grimmt eld að eigin köku í skálkaskjóli umgmennafélagsandans og samvinnuhugsjónarinnar. Nokkuð er liðið síðan Héraðið var frumsýnt en seint birtast sumir bíódómar en birtast þó enda með öllu ótækt að Fréttablaðið láti sem ekkert sé þá sjaldan sem rammpólistísk, íslensk kvikmynd birtist á tjaldinu. Inga er bóndi sem stendur höllum fæti með sitt stafræna kúabú þegar eiginmaður hennar, borinn og barnfæddur Framsóknarmaður í Erpsfirði, fellur skyndilega frá. Hún er varla búin að jarða ösku eiginmannsins þegar kaupfélagið fer að herða hálstak sitt á henni.Hún er hins vegar laus við innræktaða Framsóknarþrælslundina og snýr vörn í sókn. Bóndakona fer í stríð ef svo má segja og velgir stórbokkum sveitarinnar heldur betur undir uggum á öllum vígstöðvum; Facebook og í mjólkurbúskapnum. Arndís Hrönn Egilsdóttir er prímusmótorinn sem knýr þessa öskureiðu mjaltavél áfram og fer alveg á kostum í hlutverki Ingu. Dyggilega stutt úrvalsliði leikara í minni hlutverkum þar sem ekki verður hjá því komist að nefna sérstaklega Sigurð Sigurjónsson sem skilar býsna góðum skúrki í kaupfélagsstjóranum Eyjólfi. Þá getur það varla verið helber tilviljun að í hlutverk helsta handrukkara og erindreka kaupfélagseinokunarinnar hafi valist Hannes Óli Ágústsson sem minnir skuggalega á persónu sem hann hefur slegið eign sinni á í skaupum síðustu ára. Bráðskemmtilegur að vanda. Arndís Hrönn Egilsdóttir er alveg frábær í hlutverki Ingu sem lætur ekki kaupfélagið kúga sig.Þótt þessi litla saga sé lyginni líkust í þessum efnum fer hún sorglega nærri kunnuglegum raunveruleikanum og er þannig helvíti hressileg hugvekja í öllum sínum einfaldleika. Héraðið er snotur og einhvern veginn sérlega krúttleg baráttusaga þar sem saman fer örugg leikstjórn, sniðugt og á köflum drepfyndið handrit sem öflugur leikhópur afgreiðir í alíslensku sveitaumhverfi þar sem sérstaklega viðeigandi og skemmtileg tónlist Valgeirs Sigurðssonar svífur yfir túnum, stjórnar taktinum og fullkomnar heildarmyndina.Niðurstaða: Ósköp lítil og snotur saga úr sveitinni um baráttu sterkrar bóndakonu við ofurefli kaupfélagsveldisins. Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Skagafjörður Tengdar fréttir Segir viðbrögð bíógesta á Króknum ríma við sína upplifun Aðeins einn vildi tjá sig um málefni Skagafjarðar eftir sýningu á Héraðinu á Sauðárkróki í gær. 21. ágúst 2019 18:03 Uppselt á frumsýningu Héraðsins í Toronto Kvikmyndin Héraðið eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi og var það í fyrsta sem myndin var sýnd utan landsteinanna. 7. september 2019 20:08 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Segir viðbrögð bíógesta á Króknum ríma við sína upplifun Aðeins einn vildi tjá sig um málefni Skagafjarðar eftir sýningu á Héraðinu á Sauðárkróki í gær. 21. ágúst 2019 18:03
Uppselt á frumsýningu Héraðsins í Toronto Kvikmyndin Héraðið eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi og var það í fyrsta sem myndin var sýnd utan landsteinanna. 7. september 2019 20:08
Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33