Bæjarar reyna að taka mótherjana úr jafnvægi með nýjum tæknivæddum leikmannagöngum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 14:30 Leikmenn Bayern München í leikmannagöngunum á Allianz Arena áður en LED skjáirnir voru settir upp á öllum veggjum. Getty/Maja Hitij Allianz Arena er einn flottasti knattspyrnuleikvangurinn í Evrópu og nú hafa heimamenn í Bayern München bætt við upplifun leikmanna. Bæjarar hafa hér eftir möguleikann á því að taka mótherjana úr jafnvægi með nýjum tæknivæddum leikmannagöngum. Veggirnir í leikmannagöngunum eru nú einn stór LED skjár sem er fjórtán metra langur og þriggja metra hár. Þar getur Bayern birt alls kyns myndir og myndbönd. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, talar um „rauða helvítið“ og það er ljóst að það getur verið verið mikið áreiti á leikmenn þegar þeir taka síðustu skrefin inn á völlinn fyrir leik á móti Bayern München á Allianz Arena. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot út nýju leikmannagöngunum.The new player tunnel for @FCBayern at Allianz Arena incorporates a complete digital makeover. Through state-of-the-art LED walls- measuring around 46 feet long and up to 10 feet high – portraits of players will display via 4K technology.pic.twitter.com/yi2M8mpIRr — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Bayern München vann í gær 3-0 sigur á Rauðu Stjörnuni frá Belgrad í fyrsta heimaleiknum í Meistaradeildinni á tímabilinu og hafði unnið 6-1 sigur á Mainz 05 í síðasta heimaleiknum í deildinni. Hvort að leikmannagöngin hafa tekið mótherjana úr jafnvægi fyrir þessa leiki er ekki vitað. Bayern München þarf kannski á smá hjálp að halda í þýsku deildinni þar sem liðið er „bara“ í fjórða sæti eftir fjórar umferðir en tveir af fjórum leikjum liðsins hafa endað með jafntefli þar á meðal síðasti leikur sem var útileikur við RB Leipzig um síðustu helgi.„Was haben wir hier denn für einen leckeren Eingang in die Allianz Arena?!“ #FCBFKCZ#packmas#MiaSanMiapic.twitter.com/FcxRfnjAqW — FC Bayern München (@FCBayern) September 18, 2019 Meistaradeild Evrópu Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Allianz Arena er einn flottasti knattspyrnuleikvangurinn í Evrópu og nú hafa heimamenn í Bayern München bætt við upplifun leikmanna. Bæjarar hafa hér eftir möguleikann á því að taka mótherjana úr jafnvægi með nýjum tæknivæddum leikmannagöngum. Veggirnir í leikmannagöngunum eru nú einn stór LED skjár sem er fjórtán metra langur og þriggja metra hár. Þar getur Bayern birt alls kyns myndir og myndbönd. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, talar um „rauða helvítið“ og það er ljóst að það getur verið verið mikið áreiti á leikmenn þegar þeir taka síðustu skrefin inn á völlinn fyrir leik á móti Bayern München á Allianz Arena. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot út nýju leikmannagöngunum.The new player tunnel for @FCBayern at Allianz Arena incorporates a complete digital makeover. Through state-of-the-art LED walls- measuring around 46 feet long and up to 10 feet high – portraits of players will display via 4K technology.pic.twitter.com/yi2M8mpIRr — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Bayern München vann í gær 3-0 sigur á Rauðu Stjörnuni frá Belgrad í fyrsta heimaleiknum í Meistaradeildinni á tímabilinu og hafði unnið 6-1 sigur á Mainz 05 í síðasta heimaleiknum í deildinni. Hvort að leikmannagöngin hafa tekið mótherjana úr jafnvægi fyrir þessa leiki er ekki vitað. Bayern München þarf kannski á smá hjálp að halda í þýsku deildinni þar sem liðið er „bara“ í fjórða sæti eftir fjórar umferðir en tveir af fjórum leikjum liðsins hafa endað með jafntefli þar á meðal síðasti leikur sem var útileikur við RB Leipzig um síðustu helgi.„Was haben wir hier denn für einen leckeren Eingang in die Allianz Arena?!“ #FCBFKCZ#packmas#MiaSanMiapic.twitter.com/FcxRfnjAqW — FC Bayern München (@FCBayern) September 18, 2019
Meistaradeild Evrópu Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira