Hörkutól með hjartað á réttum stað Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 2. september 2019 07:00 Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir segir mannkynið standa frammi fyrir stórum áskorunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Anna Hulda ólst upp í Seljahverfinu og var í landsliðinu í áhaldafimleikum á sínum yngri árum. Hún hefur alla tíð haft mikla hreyfiþörf og fékk útrás með ýmsum hætti. "Ég bar út blöð og hljóp heim í hádegishléinu lengi vel tiAnna Hulda ólst upp í Seljahverfinu og var í landsliðinu í áhaldafimleikum á sínum yngri árum. Hún hefur alla tíð haft mikla hreyfiþörf og fékk útrás með ýmsum hætti. „Ég bar út blöð og hljóp heim í hádegishléinu lengi vel til að hlaupa út með blöðin,“ segir Anna. „Mér fannst bara gott að fá að pústa á miðjum skóladeginum,“ segir Anna. „Ég fékk aldrei greiningar en ég var örugglega ofvirk, ég var alltaf á fullu,“ segir hún. Anna rifjar upp skopleg samskipti við móður sína þegar hún var yngri. „Ég man að ef ég var ein heima í smá tíma eftir skóla þá hringdi ég í mömmu og spurði hvað ég ætti að gera næst. Hún fann alltaf líkamleg verkefni fyrir mig að gera eins og „sippaðu svona oft, hlauptu hringinn í kringum húsið og gerðu þetta“ og ég hugsaði: Ókei, ég ætla að reyna að vera eins fljót og ég get svo hún verði hissa þegar ég hringi svona fljótt aftur,“ segir Anna. „Verandi mamma núna þá hugsa ég: Úff, hún hefur örugglega ekkert verið mikið að hugsa hvað það var stutt á milli símtalanna,“ segir Anna brosandi.Anna Hulda segir samverustundir með manni sínum og börnum það allra mikilvægasta.Örlagaþrungið ár Árið 2010 reyndist Önnu ljúfsárt en hún átti þá von á sínu fyrsta barni. Skömmu áður en hún átti að eiga skall stormurinn á þegar í ljós kom að móðir hennar, Guðrún, væri með krabbamein. „Mamma greinist deginum áður en ég á að eiga,“ segir Anna. Tíminn reyndist naumur. „Mamma deyr á sama tíma og hún fæðist, eða svona nánast,“ segir Anna en dóttir hennar var ekki nema um mánaðargömul þegar móðir hennar lést. Anna skírði dóttur sína í höfuðið á móður sinnar sem rétt náði að halda á nöfnu sinni undir skírn og er Anna þakklát fyrir þá dýrmætu stund. Við tók erfitt tímabil þar sem Anna þurfti að glíma við móðurmissinn á sama tíma og hún var að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. „Ég dró mig dálítið inn í holu,“ segir Anna. Sorgin var henni svo þungbær að hún fékk sig ekki einu sinni til að hreyfa sig, sem var óvenjulegt fyrir þessa orkumiklu konu. „Ég hafði aldrei á ævi minni ekki hreyft mig í eitt ár,“ segir Anna. „Ég var eiginlega bara inni í heilt ár þangað til að ég ákvað að það þyrfti að verða viðsnúningur ef ég ætlaði að vera einhver mamma fyrir stelpuna mína,“ segir Anna. Hún sótti kraftinn í minningu móður sinnar sem var mikil kjarnakona og klettur í lífi hennar. Það var þá sem Anna ákvað að reyna fyrir sér í CrossFit.Ólympískar lyftingar reyndust hin fullkomna íþrótt fyrir Önnu Huldu.Kærkomin áskorun „Ég byrjaði í því svona ári eftir að ég átti dóttur mína,“ útskýrir Anna. Þar kom fimleikareynslan sér vel. „Ég hafði ákveðið forskot af því að ég hafði verið í fimleikunum,“ segir Anna. „Þetta er dálítið eins og þú hafir lært að hjóla ungur, ég kunni svo margt áður þannig að ég gat einbeitt mér að því að læra aðra hluti,“ útskýrir hún. Boltinn fór fljótt að rúlla og fljótlega var henni boðið að keppa með liði CrossFit Reykjavík eftir að einn keppandi datt út. „Af því að ég var fengin til að keppa eiginlega um leið og ég byrjaði þá vildi ég ekki valda vonbrigðum þannig að ég fór dálítið öfgakennt í það að vera eins góð og ég gæti,“ segir hún. Þetta reyndist vera einmitt það sem hana vantaði. „Það hjálpaði mér bara alveg rosalega mikið með allt, mér líður svo miklu betur ef ég hreyfi mig,“ segir hún. Þá duga engin vettlingatök. „Ég þarf mikla líkamlega áskorun, þá líður mér vel,“ segir Anna. „Það dugar mér ekkert að fara í jóga eða létt skokk, mér líður mun betur ef ég fæ almennilega útrás.“ Sterkar konur afurð kvenréttindabaráttunnar Það var um það leyti sem áhuginn á lyftingum kviknaði. „Ég hef verið í því sem kallast bara lyftingar eða ólympískar lyftingar,“ útskýrir Anna. Hún segir margt ólíkt milli kraftlyftinga og ólympískra lyftinga. „Þær krefjast mikillar snerpu og þú þarft að vera mjög liðugur,“ útskýrir hún. Þá skiptir hugarfarið sköpum. „Þú þarft að vera dálítið óhrædd við að hoppa eða henda þér undir einhverja þyngd,“ segir hún. „Það þarf hreinlega að vera svolítið brjálaður,“ segir Anna sem vann titilinn „lyftingakona ársins“ nokkur ár í röð.Anna Hulda ásamt manni sínum, Gunnari Hilmarssyni, og börnum.Íslenskum konum hefur vegnað vel í CrossFit undanfarin ár og segir Anna að sigur Annie Mistar á heimsmeistaramóti árið 2010 hafi haft mikil áhrif og rutt brautina fyrir þær sem fylgdu. Þá telur hún að sjálfstæði íslenskra kvenna og jöfnuður milli kynja hafi líka haft mikið að segja. „Ég held að það sé nátengt því hvað við stöndum framarlega í kvenréttindabaráttu,“ segir Anna.Auðvelt að sleppa kjöti Eftir að móðir Önnu veiktist fór hún að lesa sér til um áhrifaþætti krabbameins. „Þegar mamma greindist með krabbamein fór ég mikið að skoða mataræði í tengslum við krabbamein af því að hún var þannig að hún varð aldrei veik, hún mætti alltaf í vinnuna og gerði allt,“ segir Anna. Í mörgum rannsóknunum kom fram að vissar dýraafurðir og sykur virtust hugsanlega hafa áhrif á vöxt krabbameins. Það var þá sem Anna fór að prófa sig áfram í grænmetisfæði, eflaust fáum til undrunar. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af kjöti þannig að það kom kannski engum á óvart, ég hef til dæmis aldrei borðað lambakjöt,“ segir Anna.Ekki aftur snúið Fyrstu árin sveiflaðist hún á milli þess að vera grænmetisæta og borða stöku sinnum fisk og kjúkling en tók það alfarið út eftir því sem á leið og hún kynnti sér betur aðbúnað dýra. „Heilsufarsþátturinn var mesta kveikjan hjá mér en í dag held ég að það sem gerði algjörlega útslagið hafi bara verið þegar ég fór að skoða hvernig þessi iðnaður er og hann er alveg hræðilegur, finnst mér,“ segir Anna. Þegar hún gerði tenginguna við einstök dýr var ekki aftur snúið. „Ég veit að ég mun aldrei fara aftur í dýraafurðir af því að ég er með þá tengingu,“ segir hún. Anna og eiginmaður hennar, Gunnar Hilmarsson, voru samstíga í þessu ferli frá upphafi en þau hafa verið saman síðan árið 2002. „Maðurinn minn var jákvæður fyrir þessu og ég held að það sé gott, ef það eru hjón á heimilinu, að þau séu samstíga í þessu, það er dálítið lykilinn að því að maður haldi áfram í þessu,“ segir hún. Frá doktorsvörn Önnu Huldu í iðnaðarverkfræði í mars 2016.Hún segir að það hafi svo raunar verið hann sem stakk upp á því að taka skrefið til fulls og taka út allar dýraafurðir fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að hafa verið mikil kjötæta áður en þau fóru út í þessar pælingar. Hún segir það til marks um að hver sem er geti breytt matarvenjum sínum. „Ef hann getur sleppt þessu þá geta allir gert það, það get ég alveg sagt,“ segir Anna hlæjandi.Áríðandi að grípa til umfangsmikilla aðgerða Þá eru loftslagsmálin Önnu hugleikin en í starfi sínu er hún meðal annars að vinna með líkön sem fást við nýtingu auðlinda. Hún segir mannkynið standa frammi fyrir stórum áskorunum með kröfum um stórkostlega breytta hegðun en eitt það áhrifamesta sem einstaklingurinn getur lagt af mörkum í baráttunni gegn loftslagshlýnun er að draga úr neyslu dýraafurða. Það virðist þó hægara sagt en gert hjá mörgum, þrátt fyrir að flestir séu sammála um nauðsyn þess að grípa til aðgerða. „Mér finnst alltaf dálítið skrítið þegar fólk segist vera umhverfisverndarsinnar en borðar kjöt, það er kannski bara því að ég er búin að gera þessa tengingu,“ segir Anna. „Ef við ætlum að halda áfram að vera hérna í einhver ár, og börnin okkar og börnin þeirra, þá verður að verða drastísk breyting,“ segir hún. Þegar Anna er spurð hvort hún sé bjartsýn á breytta tíma segir hún að það sé misjafnt eftir dögum og þá ekki síst út frá umræðunni. „Það kemur smá vonarglæta þegar ég heyri að stjórnmálamenn séu að reyna að grípa til aðgerða,“ segir hún. En brugðið getur til beggja vona. „Aldrei hefði ég á ævi minni trúað því að Trump yrði forseti, þannig að allt getur gerst, eins hræðilegt og það er,“ segir Anna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Anna Hulda ólst upp í Seljahverfinu og var í landsliðinu í áhaldafimleikum á sínum yngri árum. Hún hefur alla tíð haft mikla hreyfiþörf og fékk útrás með ýmsum hætti. "Ég bar út blöð og hljóp heim í hádegishléinu lengi vel tiAnna Hulda ólst upp í Seljahverfinu og var í landsliðinu í áhaldafimleikum á sínum yngri árum. Hún hefur alla tíð haft mikla hreyfiþörf og fékk útrás með ýmsum hætti. „Ég bar út blöð og hljóp heim í hádegishléinu lengi vel til að hlaupa út með blöðin,“ segir Anna. „Mér fannst bara gott að fá að pústa á miðjum skóladeginum,“ segir Anna. „Ég fékk aldrei greiningar en ég var örugglega ofvirk, ég var alltaf á fullu,“ segir hún. Anna rifjar upp skopleg samskipti við móður sína þegar hún var yngri. „Ég man að ef ég var ein heima í smá tíma eftir skóla þá hringdi ég í mömmu og spurði hvað ég ætti að gera næst. Hún fann alltaf líkamleg verkefni fyrir mig að gera eins og „sippaðu svona oft, hlauptu hringinn í kringum húsið og gerðu þetta“ og ég hugsaði: Ókei, ég ætla að reyna að vera eins fljót og ég get svo hún verði hissa þegar ég hringi svona fljótt aftur,“ segir Anna. „Verandi mamma núna þá hugsa ég: Úff, hún hefur örugglega ekkert verið mikið að hugsa hvað það var stutt á milli símtalanna,“ segir Anna brosandi.Anna Hulda segir samverustundir með manni sínum og börnum það allra mikilvægasta.Örlagaþrungið ár Árið 2010 reyndist Önnu ljúfsárt en hún átti þá von á sínu fyrsta barni. Skömmu áður en hún átti að eiga skall stormurinn á þegar í ljós kom að móðir hennar, Guðrún, væri með krabbamein. „Mamma greinist deginum áður en ég á að eiga,“ segir Anna. Tíminn reyndist naumur. „Mamma deyr á sama tíma og hún fæðist, eða svona nánast,“ segir Anna en dóttir hennar var ekki nema um mánaðargömul þegar móðir hennar lést. Anna skírði dóttur sína í höfuðið á móður sinnar sem rétt náði að halda á nöfnu sinni undir skírn og er Anna þakklát fyrir þá dýrmætu stund. Við tók erfitt tímabil þar sem Anna þurfti að glíma við móðurmissinn á sama tíma og hún var að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. „Ég dró mig dálítið inn í holu,“ segir Anna. Sorgin var henni svo þungbær að hún fékk sig ekki einu sinni til að hreyfa sig, sem var óvenjulegt fyrir þessa orkumiklu konu. „Ég hafði aldrei á ævi minni ekki hreyft mig í eitt ár,“ segir Anna. „Ég var eiginlega bara inni í heilt ár þangað til að ég ákvað að það þyrfti að verða viðsnúningur ef ég ætlaði að vera einhver mamma fyrir stelpuna mína,“ segir Anna. Hún sótti kraftinn í minningu móður sinnar sem var mikil kjarnakona og klettur í lífi hennar. Það var þá sem Anna ákvað að reyna fyrir sér í CrossFit.Ólympískar lyftingar reyndust hin fullkomna íþrótt fyrir Önnu Huldu.Kærkomin áskorun „Ég byrjaði í því svona ári eftir að ég átti dóttur mína,“ útskýrir Anna. Þar kom fimleikareynslan sér vel. „Ég hafði ákveðið forskot af því að ég hafði verið í fimleikunum,“ segir Anna. „Þetta er dálítið eins og þú hafir lært að hjóla ungur, ég kunni svo margt áður þannig að ég gat einbeitt mér að því að læra aðra hluti,“ útskýrir hún. Boltinn fór fljótt að rúlla og fljótlega var henni boðið að keppa með liði CrossFit Reykjavík eftir að einn keppandi datt út. „Af því að ég var fengin til að keppa eiginlega um leið og ég byrjaði þá vildi ég ekki valda vonbrigðum þannig að ég fór dálítið öfgakennt í það að vera eins góð og ég gæti,“ segir hún. Þetta reyndist vera einmitt það sem hana vantaði. „Það hjálpaði mér bara alveg rosalega mikið með allt, mér líður svo miklu betur ef ég hreyfi mig,“ segir hún. Þá duga engin vettlingatök. „Ég þarf mikla líkamlega áskorun, þá líður mér vel,“ segir Anna. „Það dugar mér ekkert að fara í jóga eða létt skokk, mér líður mun betur ef ég fæ almennilega útrás.“ Sterkar konur afurð kvenréttindabaráttunnar Það var um það leyti sem áhuginn á lyftingum kviknaði. „Ég hef verið í því sem kallast bara lyftingar eða ólympískar lyftingar,“ útskýrir Anna. Hún segir margt ólíkt milli kraftlyftinga og ólympískra lyftinga. „Þær krefjast mikillar snerpu og þú þarft að vera mjög liðugur,“ útskýrir hún. Þá skiptir hugarfarið sköpum. „Þú þarft að vera dálítið óhrædd við að hoppa eða henda þér undir einhverja þyngd,“ segir hún. „Það þarf hreinlega að vera svolítið brjálaður,“ segir Anna sem vann titilinn „lyftingakona ársins“ nokkur ár í röð.Anna Hulda ásamt manni sínum, Gunnari Hilmarssyni, og börnum.Íslenskum konum hefur vegnað vel í CrossFit undanfarin ár og segir Anna að sigur Annie Mistar á heimsmeistaramóti árið 2010 hafi haft mikil áhrif og rutt brautina fyrir þær sem fylgdu. Þá telur hún að sjálfstæði íslenskra kvenna og jöfnuður milli kynja hafi líka haft mikið að segja. „Ég held að það sé nátengt því hvað við stöndum framarlega í kvenréttindabaráttu,“ segir Anna.Auðvelt að sleppa kjöti Eftir að móðir Önnu veiktist fór hún að lesa sér til um áhrifaþætti krabbameins. „Þegar mamma greindist með krabbamein fór ég mikið að skoða mataræði í tengslum við krabbamein af því að hún var þannig að hún varð aldrei veik, hún mætti alltaf í vinnuna og gerði allt,“ segir Anna. Í mörgum rannsóknunum kom fram að vissar dýraafurðir og sykur virtust hugsanlega hafa áhrif á vöxt krabbameins. Það var þá sem Anna fór að prófa sig áfram í grænmetisfæði, eflaust fáum til undrunar. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af kjöti þannig að það kom kannski engum á óvart, ég hef til dæmis aldrei borðað lambakjöt,“ segir Anna.Ekki aftur snúið Fyrstu árin sveiflaðist hún á milli þess að vera grænmetisæta og borða stöku sinnum fisk og kjúkling en tók það alfarið út eftir því sem á leið og hún kynnti sér betur aðbúnað dýra. „Heilsufarsþátturinn var mesta kveikjan hjá mér en í dag held ég að það sem gerði algjörlega útslagið hafi bara verið þegar ég fór að skoða hvernig þessi iðnaður er og hann er alveg hræðilegur, finnst mér,“ segir Anna. Þegar hún gerði tenginguna við einstök dýr var ekki aftur snúið. „Ég veit að ég mun aldrei fara aftur í dýraafurðir af því að ég er með þá tengingu,“ segir hún. Anna og eiginmaður hennar, Gunnar Hilmarsson, voru samstíga í þessu ferli frá upphafi en þau hafa verið saman síðan árið 2002. „Maðurinn minn var jákvæður fyrir þessu og ég held að það sé gott, ef það eru hjón á heimilinu, að þau séu samstíga í þessu, það er dálítið lykilinn að því að maður haldi áfram í þessu,“ segir hún. Frá doktorsvörn Önnu Huldu í iðnaðarverkfræði í mars 2016.Hún segir að það hafi svo raunar verið hann sem stakk upp á því að taka skrefið til fulls og taka út allar dýraafurðir fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að hafa verið mikil kjötæta áður en þau fóru út í þessar pælingar. Hún segir það til marks um að hver sem er geti breytt matarvenjum sínum. „Ef hann getur sleppt þessu þá geta allir gert það, það get ég alveg sagt,“ segir Anna hlæjandi.Áríðandi að grípa til umfangsmikilla aðgerða Þá eru loftslagsmálin Önnu hugleikin en í starfi sínu er hún meðal annars að vinna með líkön sem fást við nýtingu auðlinda. Hún segir mannkynið standa frammi fyrir stórum áskorunum með kröfum um stórkostlega breytta hegðun en eitt það áhrifamesta sem einstaklingurinn getur lagt af mörkum í baráttunni gegn loftslagshlýnun er að draga úr neyslu dýraafurða. Það virðist þó hægara sagt en gert hjá mörgum, þrátt fyrir að flestir séu sammála um nauðsyn þess að grípa til aðgerða. „Mér finnst alltaf dálítið skrítið þegar fólk segist vera umhverfisverndarsinnar en borðar kjöt, það er kannski bara því að ég er búin að gera þessa tengingu,“ segir Anna. „Ef við ætlum að halda áfram að vera hérna í einhver ár, og börnin okkar og börnin þeirra, þá verður að verða drastísk breyting,“ segir hún. Þegar Anna er spurð hvort hún sé bjartsýn á breytta tíma segir hún að það sé misjafnt eftir dögum og þá ekki síst út frá umræðunni. „Það kemur smá vonarglæta þegar ég heyri að stjórnmálamenn séu að reyna að grípa til aðgerða,“ segir hún. En brugðið getur til beggja vona. „Aldrei hefði ég á ævi minni trúað því að Trump yrði forseti, þannig að allt getur gerst, eins hræðilegt og það er,“ segir Anna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira