1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 16:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. Snýr hann annars vegar að auknum kostnaði við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Ákvörðunin fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæja á höfuðborgarsvæðinu.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gerir tilöguna sem stjórnin samþykkti.Fréttablaðið/Arnþór„Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 m.kr. frá þvi sem áætlað var í fjárfestingaáætlun 2019-2023, eða úr 3.610 m.kr. í 4.247 m.kr. Stærstur hluti viðbótarkostnaðar við gas- og jarðgerðarstöðina er vegna aukinnar jarðvinnu og meira magns byggingarefna en ráð var fyrir gert, sem meðal annars má rekja til þess að færa þurfti stöðina til á lóðinni í Álfsnesi og skipta út ófullnægjandi byggingarefni undir botnplötu. Þá eru verðbætur upp á 186 m.kr. hluti af þessum viðbótarkostnaði sem ekki var gert ráð fyrir í fyrri áætlun,“ segir í tilkynningu. „Hins vegar er 719 m.kr. kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð SORPU í Gufunesi. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Á móti kemur að byggingakostnaður vegna stækkunar stöðvarinnar, sem gert var ráð fyrir að yrði 605 milljónir króna, verður lægri eða á bilinu 361 til 418 milljónir króna.“ Samtals nemur viðbótarkostnaður frá samþykktri fjárfestingaáætlun vegna gas- og jarðgerðarstöðvar og vegna kostnaðar við tækjabúnað í móttökustöð tæplega 1,4 milljörðum króna.Móttökustöðin í Gufunesi.Sorpu„Sem fyrr segir var gert ráð fyrir stærstum hluta þessarar upphæðar í fjárfestingaáætlun 2018 en það var ekki fært til bókar í fjárfestingaáætlun 2019-2023.“ Málið hefur að því er fram kemur í tilkynningunni verið til umræðu á eigenda- og stjórnarfundum SORPU bs. í júlí og ágúst. „Þar hefur framkvæmdastjóri SORPU bs. kynnt tillögur um aðgerðir til að mæta þessari breyttu stöðu. Tillögur hans gera ráð fyrir að semja við lánastofnanir um skuldbreytingu og lengingu lána og að tekin verði ný lán upp á 990 milljónir króna til 15 ára. Einnig að frestað verði kaupum á hluta tækjabúnaðar í móttökustöðina í Gufunesi og að nokkrum öðrum óskyldum fjárfestingum verði frestað. Á stjórnarfundi SORPU í morgun var bókað að fara þurfi yfir verkferla félagsins og var formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur þar að lútandi fyrir næsta fund stjórnar.“ Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42 Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. Snýr hann annars vegar að auknum kostnaði við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Ákvörðunin fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæja á höfuðborgarsvæðinu.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gerir tilöguna sem stjórnin samþykkti.Fréttablaðið/Arnþór„Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 m.kr. frá þvi sem áætlað var í fjárfestingaáætlun 2019-2023, eða úr 3.610 m.kr. í 4.247 m.kr. Stærstur hluti viðbótarkostnaðar við gas- og jarðgerðarstöðina er vegna aukinnar jarðvinnu og meira magns byggingarefna en ráð var fyrir gert, sem meðal annars má rekja til þess að færa þurfti stöðina til á lóðinni í Álfsnesi og skipta út ófullnægjandi byggingarefni undir botnplötu. Þá eru verðbætur upp á 186 m.kr. hluti af þessum viðbótarkostnaði sem ekki var gert ráð fyrir í fyrri áætlun,“ segir í tilkynningu. „Hins vegar er 719 m.kr. kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð SORPU í Gufunesi. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Á móti kemur að byggingakostnaður vegna stækkunar stöðvarinnar, sem gert var ráð fyrir að yrði 605 milljónir króna, verður lægri eða á bilinu 361 til 418 milljónir króna.“ Samtals nemur viðbótarkostnaður frá samþykktri fjárfestingaáætlun vegna gas- og jarðgerðarstöðvar og vegna kostnaðar við tækjabúnað í móttökustöð tæplega 1,4 milljörðum króna.Móttökustöðin í Gufunesi.Sorpu„Sem fyrr segir var gert ráð fyrir stærstum hluta þessarar upphæðar í fjárfestingaáætlun 2018 en það var ekki fært til bókar í fjárfestingaáætlun 2019-2023.“ Málið hefur að því er fram kemur í tilkynningunni verið til umræðu á eigenda- og stjórnarfundum SORPU bs. í júlí og ágúst. „Þar hefur framkvæmdastjóri SORPU bs. kynnt tillögur um aðgerðir til að mæta þessari breyttu stöðu. Tillögur hans gera ráð fyrir að semja við lánastofnanir um skuldbreytingu og lengingu lána og að tekin verði ný lán upp á 990 milljónir króna til 15 ára. Einnig að frestað verði kaupum á hluta tækjabúnaðar í móttökustöðina í Gufunesi og að nokkrum öðrum óskyldum fjárfestingum verði frestað. Á stjórnarfundi SORPU í morgun var bókað að fara þurfi yfir verkferla félagsins og var formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur þar að lútandi fyrir næsta fund stjórnar.“
Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42 Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00