Ógnvekjandi framtíð Las Vegas á tímum hamfarahlýnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Heimilislaus maður í Las Vegas sést hér fyrir framan apótek í borginni í vor. Heimilislausir eru sá hópur í borginni sem er í hvað mestri hættu vegna síhækkandi hitastigs. vísir/getty Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira