Skoðun

Sæll, Pence

Bjarni Karlsson skrifar
Ágæti herra Pence, ég leyfi mér að ávarpa þig hér til þess að bjóða þig velkominn til landsins og segja þér hvernig ég hygg að þorra íslenskrar þjóðar líði gagnvart þér. Ég starfa sem prestur, tilheyri íslensku þjóðkirkjunni og ávarpa þig sem slíkur.

Bandaríkjamenn hafa lengi átt vináttu og aðdáun íslenskrar þjóðar og varaforseti Bandaríkjanna hlýtur alltaf að vera hér aufúsugestur. Því heilsum við þér af virðingu og viljum eiga gott samtal. Þorri landsmanna virðir hins vegar ekki stefnu þína í loftslagsmálum, orkumálum og málefnum minnihlutahópa og álítur hana meira að segja hættulega fyrir heimsbyggðina.

Hér á landi hefur almenningsálitið þróast frá mannmiðlægni til lífmiðlægni í dúr við þekktar áherslur Sameinuðu þjóðanna. Það merkir að í stað þess að líta á manninn sem helsta markmið og dýrmæti heimsins horfum við í auknum mæli til vistkerfisins í heild og lítum á okkur og alla menn sem þátttakendur í vistkerfinu hafandi ríku ábyrgðarhlutverki að gegna vegna getu okkar.

Þú kynnir þig sem kristinn mann. Ég vil árétta að kristið fólk á Íslandi tekur almennt undir þessi viðhorf. Við trúum því að veröldin sé sköpuð af góðum Guði sem gefist hafi heiminum sem lítið barn á flótta. Þess vegna lítum við á lífið sem gjöf en ekki gróða, teljum okkur skylt að vernda lífríkið sem við erum hluti af og göngum út frá jafnstöðu og systkinalagi allra manna.

Kristnir Íslendingar jafnt sem aðrir vilja flestir leitast við að styðja líffræðilegan og menningarlegan fjölbreytileika í veröldinni. Íslenska þjóðkirkjan styður jafnframt réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×