Opið bréf til Mike Pence Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 4. september 2019 16:24 Kæri Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna Við bjóðum þig velkominn til okkar fallegu höfuðborgar. Reykjavík er allt í senn smábær og heimsborg. Vonandi verður heimsóknin þér að ánægju. Íslendingar eru gestrisin þjóð að eðlisfari og borgin okkar örugg og fjölskylduvæn. Bandaríkin og Ísland eru sögulegar vinaþjóðir. Við viljum alltaf taka vel á móti nánum vinum. Að þessu sinni er heimsóknin mikilvæg í átt að áframhaldandi vináttu. Íslendingar, líkt og aðrar vinaþjóðir Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af því að bandarísk yfirvöld horfi nú af braut framfara og lýðræðis í gegnum samtal, viðskipti og opinn hug. Vonandi verður þessi heimsókn og ferðarlög þín til grannþjóða til þess að styrkja vinskap þjóðanna. Samskipti Íslendinga og Bandaríkjanna eiga sér lengri sögu en ríkin sjálf. Þau hefjast með Leifi heppna í kringum 1000. Á 19. öld fluttu um 20% íslensku þjóðarinnar vestur til Bandaríkjanna og Kanada. 17. júní árið 1944 viðurkenndu Bandaríkin Ísland sem fullvalda ríki með heillaóskum Franklin D. Roosvelt, forseta og Cordell Hull, utanríkisáðherra. Hingað komu Apollo-farar og þjálfuðu fyrir tungllendinguna. Eldri kynslóðir ólust upp við „kanasjónvarp“ og bandarískar venjur og menningu. Hér voru lesin Andrésblöð á dönsku, heimsbókmenntirnar þýddar á íslensku en Roy Rogers og Bonanza mátti sjá í kanasjónvarpinu. Bandarísk áhrif eru Íslendingum hugmyndaauðgi eins og áhrifin frá Norrænum frændþjóðum okkar. Líkt og aðrir bandamenn ykkar erum við Íslendingar því áhyggjufull yfir því að Hvíta hús ykkar Trump fjarlægist stöðugt gildi samvinnu, frelsis og ábyrgðar. Hættan er sú ef áfram heldur sem horfir að Bandaríkin missi ekki aðeins leiðandi stöðu sína heldur finni sig utanveltu, áhrifalítil og vinafá. Auðvitað er það svo að ekkert ríki er fullkomin útgáfa af eigin metnaði. Hvorki Ísland né Bandaríkin geta státað sig af því að hafa náð metnaði sínum svo hafið sé yfir alla gagnrýni. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar einn nánasti bandamaður þinn er farinn að tala beinlínis gegn þeim gildum sem við deildum áður. Hinseginfælin stjórnmál þín og Trump, stríðið gegn réttindum kvenna, barátta gegn líkn gagnvart börnum innflytjenda sem aðskilin eru frá foreldrum sínum og úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu eru dæmi um afstöðu sem grafa undan góðum samskiptum Bandaríkjanna við Ísland og umheiminn. Kæri Pence, vertu innilega velkominn til okkar fallegu borgar en upplifun þín af Reykjavík verður ekki heil ef enginn bendir þér á að réttindi hinsegin fólks hinsegin fólks er okkur tilefni til stolts en ekki yfirvofandi samfélagshruns. Njóttu borgarinnar okkar í öllum sínum hinseginleika. Fyrir hönd Reykjavíkur býð ég hinsegin fólk velkomið. Verði ferðin til Reykjavíkur þér innblástur til breytinga og samkenndar með hinsegin borgurum Bandaríkjanna og heimsins. Okkur skilst að þú munir heimsækja okkar sögufræða hús Höfða, sem er stolt okkar Reykvíkinga, á meðan heimsókn þinni stendur. Megir þú njóta þess friðaranda sem umlykur þetta hús, við vonum að sá verði þér jákvæður innblástur. Við óskum engum þeirra örlaga að heimsæka Ísland og láta anda og sögu kvennabaráttunnar fram hjá sér fara. Verði Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta lýðræðislega kjörin kvenkyns forseti heims þér að innblæstri ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir starfi forsætisráðherra á heimsvísu. Íslenskar konur og menn leita svo sannarlega innblásturs frá sterkum bandarískum konum og sögufrægu kvennahreyfingu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.fréttablaðið/eyþórKæri Pence, Reykjavík er fjölskylduvæn borg þar sem börn njóta frelsis til að þroska og dafna. Vertu velkominn að njóta þess anda á meðan þú ert hér. Megi sú íhugun verða þess valdandi að þú og forseti Bandaríkjanna snúið frá þeirri vegferð að réttlæta fangelsun barna, aðskilnað frá foreldrum og vistun í aðstæðum sem ganga gegn hugmyndum okkar um mannúðlega meðferð allra. Þú ert velkominn gestur á Íslandi og sú gestrisni stendur öllum bandarískum vinum okkar til boða. Vinskapur Íslendinga og Bandaríkjanna nær jafnt til kvenna og hinsegin fólks sem og innflytjenda. Sígíld bandarísk gildi frelsis og sanngirni til handa öllum eru okkur innblástur. Það yrð okkur mikil sorg ef bandarískir leiðtogar sjá sér hag í að berjast gegn slíkum gildum í orði og á borði. Vera Íslands í Atlantshafsbandalaginu er ein stoða íslenskrar utanríkisstefnu. Aðild hins herlausa Íslands í hernaðarbandalagi er umdeild á Íslandi en pólitískt trygg. Bandaríkjamenn þurfa ekki að óttast áhrif andstæðinga veru Íslands í NATO. Íslenskur almenningur kærir sig þó lítið um að dragast inn í hernaðarkapphlaup stórveldanna vegna Norðurslóða. Við getum ekki annað en ráðlagt fulltrúum Íslands og Bandaríkjanna að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Það er alls ekkert víst að sama pólitíska ró verði gagnvart því að Ísland dragist inn í hernaðarkapphlaup og er að finna gagnvart veru okkar í varnarbandalagi. Aðdáun Íslendinga og umheimsins á Bandaríkjunum byggir á hrifningu en ekki hræðslu. Hernaðarstyrkur Bandaríkjanna er öllum augljós. Merkir leiðtogar þurfa ekki að spenna sífellt vöðvana. Stórveldið Bandaríkin á sínar tignarlegastu stundir þegar sest er niður með smærri vinum á jafningjagrundvelli. Þeir sem því gleyma eiga á hættu að vakna upp við vondan draum; vinalausir, einangraðir og áhrifalausir þrátt fyrir allan heimsins mátt. Af virðingu og vinsemd Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Heimsókn Mike Pence Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Kæri Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna Við bjóðum þig velkominn til okkar fallegu höfuðborgar. Reykjavík er allt í senn smábær og heimsborg. Vonandi verður heimsóknin þér að ánægju. Íslendingar eru gestrisin þjóð að eðlisfari og borgin okkar örugg og fjölskylduvæn. Bandaríkin og Ísland eru sögulegar vinaþjóðir. Við viljum alltaf taka vel á móti nánum vinum. Að þessu sinni er heimsóknin mikilvæg í átt að áframhaldandi vináttu. Íslendingar, líkt og aðrar vinaþjóðir Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af því að bandarísk yfirvöld horfi nú af braut framfara og lýðræðis í gegnum samtal, viðskipti og opinn hug. Vonandi verður þessi heimsókn og ferðarlög þín til grannþjóða til þess að styrkja vinskap þjóðanna. Samskipti Íslendinga og Bandaríkjanna eiga sér lengri sögu en ríkin sjálf. Þau hefjast með Leifi heppna í kringum 1000. Á 19. öld fluttu um 20% íslensku þjóðarinnar vestur til Bandaríkjanna og Kanada. 17. júní árið 1944 viðurkenndu Bandaríkin Ísland sem fullvalda ríki með heillaóskum Franklin D. Roosvelt, forseta og Cordell Hull, utanríkisáðherra. Hingað komu Apollo-farar og þjálfuðu fyrir tungllendinguna. Eldri kynslóðir ólust upp við „kanasjónvarp“ og bandarískar venjur og menningu. Hér voru lesin Andrésblöð á dönsku, heimsbókmenntirnar þýddar á íslensku en Roy Rogers og Bonanza mátti sjá í kanasjónvarpinu. Bandarísk áhrif eru Íslendingum hugmyndaauðgi eins og áhrifin frá Norrænum frændþjóðum okkar. Líkt og aðrir bandamenn ykkar erum við Íslendingar því áhyggjufull yfir því að Hvíta hús ykkar Trump fjarlægist stöðugt gildi samvinnu, frelsis og ábyrgðar. Hættan er sú ef áfram heldur sem horfir að Bandaríkin missi ekki aðeins leiðandi stöðu sína heldur finni sig utanveltu, áhrifalítil og vinafá. Auðvitað er það svo að ekkert ríki er fullkomin útgáfa af eigin metnaði. Hvorki Ísland né Bandaríkin geta státað sig af því að hafa náð metnaði sínum svo hafið sé yfir alla gagnrýni. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar einn nánasti bandamaður þinn er farinn að tala beinlínis gegn þeim gildum sem við deildum áður. Hinseginfælin stjórnmál þín og Trump, stríðið gegn réttindum kvenna, barátta gegn líkn gagnvart börnum innflytjenda sem aðskilin eru frá foreldrum sínum og úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu eru dæmi um afstöðu sem grafa undan góðum samskiptum Bandaríkjanna við Ísland og umheiminn. Kæri Pence, vertu innilega velkominn til okkar fallegu borgar en upplifun þín af Reykjavík verður ekki heil ef enginn bendir þér á að réttindi hinsegin fólks hinsegin fólks er okkur tilefni til stolts en ekki yfirvofandi samfélagshruns. Njóttu borgarinnar okkar í öllum sínum hinseginleika. Fyrir hönd Reykjavíkur býð ég hinsegin fólk velkomið. Verði ferðin til Reykjavíkur þér innblástur til breytinga og samkenndar með hinsegin borgurum Bandaríkjanna og heimsins. Okkur skilst að þú munir heimsækja okkar sögufræða hús Höfða, sem er stolt okkar Reykvíkinga, á meðan heimsókn þinni stendur. Megir þú njóta þess friðaranda sem umlykur þetta hús, við vonum að sá verði þér jákvæður innblástur. Við óskum engum þeirra örlaga að heimsæka Ísland og láta anda og sögu kvennabaráttunnar fram hjá sér fara. Verði Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta lýðræðislega kjörin kvenkyns forseti heims þér að innblæstri ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir starfi forsætisráðherra á heimsvísu. Íslenskar konur og menn leita svo sannarlega innblásturs frá sterkum bandarískum konum og sögufrægu kvennahreyfingu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.fréttablaðið/eyþórKæri Pence, Reykjavík er fjölskylduvæn borg þar sem börn njóta frelsis til að þroska og dafna. Vertu velkominn að njóta þess anda á meðan þú ert hér. Megi sú íhugun verða þess valdandi að þú og forseti Bandaríkjanna snúið frá þeirri vegferð að réttlæta fangelsun barna, aðskilnað frá foreldrum og vistun í aðstæðum sem ganga gegn hugmyndum okkar um mannúðlega meðferð allra. Þú ert velkominn gestur á Íslandi og sú gestrisni stendur öllum bandarískum vinum okkar til boða. Vinskapur Íslendinga og Bandaríkjanna nær jafnt til kvenna og hinsegin fólks sem og innflytjenda. Sígíld bandarísk gildi frelsis og sanngirni til handa öllum eru okkur innblástur. Það yrð okkur mikil sorg ef bandarískir leiðtogar sjá sér hag í að berjast gegn slíkum gildum í orði og á borði. Vera Íslands í Atlantshafsbandalaginu er ein stoða íslenskrar utanríkisstefnu. Aðild hins herlausa Íslands í hernaðarbandalagi er umdeild á Íslandi en pólitískt trygg. Bandaríkjamenn þurfa ekki að óttast áhrif andstæðinga veru Íslands í NATO. Íslenskur almenningur kærir sig þó lítið um að dragast inn í hernaðarkapphlaup stórveldanna vegna Norðurslóða. Við getum ekki annað en ráðlagt fulltrúum Íslands og Bandaríkjanna að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Það er alls ekkert víst að sama pólitíska ró verði gagnvart því að Ísland dragist inn í hernaðarkapphlaup og er að finna gagnvart veru okkar í varnarbandalagi. Aðdáun Íslendinga og umheimsins á Bandaríkjunum byggir á hrifningu en ekki hræðslu. Hernaðarstyrkur Bandaríkjanna er öllum augljós. Merkir leiðtogar þurfa ekki að spenna sífellt vöðvana. Stórveldið Bandaríkin á sínar tignarlegastu stundir þegar sest er niður með smærri vinum á jafningjagrundvelli. Þeir sem því gleyma eiga á hættu að vakna upp við vondan draum; vinalausir, einangraðir og áhrifalausir þrátt fyrir allan heimsins mátt. Af virðingu og vinsemd Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun