Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 21:31 Eins og sjá má virðist einhver hafa bætt við opinbert spálíkan frá Veðurstofu Bandaríkjanna til að sýna að braut Dorian gæti náð inn í Alabama eins og forsetinn hélt ranglega fram um helgina. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa látið eiga við kort sem sýndi spár yfir hvar fellibylurinn Dorian gæti farið yfir þegar hann ræddi um hættuna af storminum í Hvíta húsinu í dag. Kortið sýndi þannig að mögulega færi bylurinn yfir Alabama þrátt fyrir að engin opinber spálíkön hafi bent til þess. Trump tísti um helgina um að Alabama gæti orðið í vegi fellibylsins og þurfti Veðurstofa Bandaríkjanna að gefa út áréttingu vegna þess. Dorian hefur valdið mikilli eyðileggingu og mannskaða á Bahamaeyjum og stefnir nú að austurströnd Bandaríkjanna. Í myndbandi sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag vegna fellibyljarsins sást Trump með kort sem sýndi spá um leið Dorian. Kortið var merkt Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Einhver virðist hins vegar hafa átt við kortið með svörtum tússpenna til að framlengja mögulega braut fellibyljarins þannig að hún næði inn á suðausturhorn Alabama. Washington Post segir að spár Fellibyljastofnunarinnar hafi aldrei sýnt Alabama á mögulegri braut Dorian. CNN hefur eftir veðurfræðingum stöðvarinnar að ein spá þeirra hafi sýnt möguleika á að Dorian náði til lítils hluta einnar sýslu í Alabama en það kort hafi verið alls ólíkt því sem forsetinn sýndi. Hvorki Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) sem Fellibyljamiðstöðin heyrir undir né Hvíta húsið vildu svara spurningum um uppákomuna í dag. Þegar Trump var spurður út í kortið og breytingarnar á því á viðburði í Hvíta húsinu í dag var einnig fátt um svör. „Ég veit það ekki, ég veit það ekki,“ svaraði Trump spurður að því hvort einhver hefði krotað inn á kortið. Fullyrti hann engu að síður ranglega án frekari rökstuðnings að spálíkön hefðu gefið „95% líkur“ á að fellibylurinn næði til Albama. Hélt hann því einnig ranglega fram að Alabama hefði verið í upphaflegri veðurspánni.WATCH: Asked about the #sharpie-doctored @NWS map from earlier today, @realDonaldTrump repeats his lie about Alabama having been in Hurricane #Dorian's path (it wasn't). Asked again about the sharpie marks, all he can say is “I don't know, I don't know, I don't know.” pic.twitter.com/4VgbFDjp8X— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) September 4, 2019 Gagnrýnendur forsetans halda því fram að Hvíta húsið hafi átt við kortið til að réttlæta tíst sem forsetinn sendi frá sér um Dorian á sunnudag. Þar varaði hann íbúa Alabama við hættunni af Dorian þrátt fyrir að spálíkön gerðu ekki ráð fyrir að bylurinn næði þangað.In addition to Florida - South Carolina, North Carolina, Georgia, and Alabama, will most likely be hit (much) harder than anticipated. Looking like one of the largest hurricanes ever. Already category 5. BE CAREFUL! GOD BLESS EVERYONE!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2019 Veðurstofa Bandaríkjanna sendi frá sér tíst skömmu síðar þar sem hún áréttaði að Alabama væri ekki í hættu.Alabama will NOT see any impacts from #Dorian. We repeat, no impacts from Hurricane #Dorian will be felt across Alabama. The system will remain too far east. #alwx— NWS Birmingham (@NWSBirmingham) September 1, 2019 Myndir sem Hvíta húsið birti sjálft af því þegar forstöðumaður NOAA kynnti spár um braut Dorian fyrir Trump um helgina sýna að Alabama var ekki í spálíkönunum. Washington Post segir það lögbrot að falsa opinberar veðurspár.Uppfært 23:00 Trump forseti tísti öðru korti í kvöld sem hann fullyrti að væri upprunaleg spá um leið Dorian og að næstum því allar niðurstöður líkana sýndu hann fara inn í Alabama. Kortið sjálft sýndi hins vegar að aðeins örfáar niðurstöður líkana bentu til þess að fellibylurinn næði til Alabama. Það virðist koma frá Vatnsumsjónarsvæði Flórída. Neðst á kortinu er letraður fyrirvari um að viðvaranir Veðurstofu Bandaríkjanna komi í staðinn fyrir spána og að ekki ætti að taka mark á henni umfram opinberar spár. Komi upp ruglingur beri að hunsa spána. This was the originally projected path of the Hurricane in its early stages. As you can see, almost all models predicted it to go through Florida also hitting Georgia and Alabama. I accept the Fake News apologies! pic.twitter.com/0uCT0Qvyo6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa látið eiga við kort sem sýndi spár yfir hvar fellibylurinn Dorian gæti farið yfir þegar hann ræddi um hættuna af storminum í Hvíta húsinu í dag. Kortið sýndi þannig að mögulega færi bylurinn yfir Alabama þrátt fyrir að engin opinber spálíkön hafi bent til þess. Trump tísti um helgina um að Alabama gæti orðið í vegi fellibylsins og þurfti Veðurstofa Bandaríkjanna að gefa út áréttingu vegna þess. Dorian hefur valdið mikilli eyðileggingu og mannskaða á Bahamaeyjum og stefnir nú að austurströnd Bandaríkjanna. Í myndbandi sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag vegna fellibyljarsins sást Trump með kort sem sýndi spá um leið Dorian. Kortið var merkt Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Einhver virðist hins vegar hafa átt við kortið með svörtum tússpenna til að framlengja mögulega braut fellibyljarins þannig að hún næði inn á suðausturhorn Alabama. Washington Post segir að spár Fellibyljastofnunarinnar hafi aldrei sýnt Alabama á mögulegri braut Dorian. CNN hefur eftir veðurfræðingum stöðvarinnar að ein spá þeirra hafi sýnt möguleika á að Dorian náði til lítils hluta einnar sýslu í Alabama en það kort hafi verið alls ólíkt því sem forsetinn sýndi. Hvorki Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) sem Fellibyljamiðstöðin heyrir undir né Hvíta húsið vildu svara spurningum um uppákomuna í dag. Þegar Trump var spurður út í kortið og breytingarnar á því á viðburði í Hvíta húsinu í dag var einnig fátt um svör. „Ég veit það ekki, ég veit það ekki,“ svaraði Trump spurður að því hvort einhver hefði krotað inn á kortið. Fullyrti hann engu að síður ranglega án frekari rökstuðnings að spálíkön hefðu gefið „95% líkur“ á að fellibylurinn næði til Albama. Hélt hann því einnig ranglega fram að Alabama hefði verið í upphaflegri veðurspánni.WATCH: Asked about the #sharpie-doctored @NWS map from earlier today, @realDonaldTrump repeats his lie about Alabama having been in Hurricane #Dorian's path (it wasn't). Asked again about the sharpie marks, all he can say is “I don't know, I don't know, I don't know.” pic.twitter.com/4VgbFDjp8X— Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) September 4, 2019 Gagnrýnendur forsetans halda því fram að Hvíta húsið hafi átt við kortið til að réttlæta tíst sem forsetinn sendi frá sér um Dorian á sunnudag. Þar varaði hann íbúa Alabama við hættunni af Dorian þrátt fyrir að spálíkön gerðu ekki ráð fyrir að bylurinn næði þangað.In addition to Florida - South Carolina, North Carolina, Georgia, and Alabama, will most likely be hit (much) harder than anticipated. Looking like one of the largest hurricanes ever. Already category 5. BE CAREFUL! GOD BLESS EVERYONE!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2019 Veðurstofa Bandaríkjanna sendi frá sér tíst skömmu síðar þar sem hún áréttaði að Alabama væri ekki í hættu.Alabama will NOT see any impacts from #Dorian. We repeat, no impacts from Hurricane #Dorian will be felt across Alabama. The system will remain too far east. #alwx— NWS Birmingham (@NWSBirmingham) September 1, 2019 Myndir sem Hvíta húsið birti sjálft af því þegar forstöðumaður NOAA kynnti spár um braut Dorian fyrir Trump um helgina sýna að Alabama var ekki í spálíkönunum. Washington Post segir það lögbrot að falsa opinberar veðurspár.Uppfært 23:00 Trump forseti tísti öðru korti í kvöld sem hann fullyrti að væri upprunaleg spá um leið Dorian og að næstum því allar niðurstöður líkana sýndu hann fara inn í Alabama. Kortið sjálft sýndi hins vegar að aðeins örfáar niðurstöður líkana bentu til þess að fellibylurinn næði til Alabama. Það virðist koma frá Vatnsumsjónarsvæði Flórída. Neðst á kortinu er letraður fyrirvari um að viðvaranir Veðurstofu Bandaríkjanna komi í staðinn fyrir spána og að ekki ætti að taka mark á henni umfram opinberar spár. Komi upp ruglingur beri að hunsa spána. This was the originally projected path of the Hurricane in its early stages. As you can see, almost all models predicted it to go through Florida also hitting Georgia and Alabama. I accept the Fake News apologies! pic.twitter.com/0uCT0Qvyo6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 4, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent