Alþingi ráði um hermál Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. september 2019 07:00 Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun