Opið bréf til borgarstjóra Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 07:00 Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, borgarstjóri. Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til barna með fötlun, foreldra þeirra og fjölskyldna. Ég vona að þú misvirðir það ekki við mig þótt ég upplýsi þig um að það krefst styrks, þolgæðis og endalausrar ástar og umburðarlyndis að annast fatlað barn, á hvaða aldri sem er. Það krefst mikils tíma og orku og því fylgir mikið álag. Það er sjaldnast orka aflögu til að berjast fyrir réttindum barns síns þótt margir hafi gert það af miklu hugrekki og seiglu. Ég trúi að börn með þroskahömlun gegni mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra. Þau kenna okkur skilyrðislausan kærleik, þau vekja hlýjar tilfinningar í brjóstum fólks með falsleysi sínu og einlægni. Þau kenna okkur umburðarlyndi, lækna okkur af fullkomnunaráráttu og þau minna okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Þau eru mikils virði. Þau eru dýrmæt og þau þurfa á okkur að halda. Samfélag með gott siðferði annast þá sem minnst mega sín og ég er þakklát fyrir allt sem samfélag okkar, ríki og borg, gerir fyrir fötluðu börnin okkar. Við verðum þó að vita hvaða þjónusta er í boði til að geta nýtt okkur hana. Við, sem erum ekki dugleg að leita á vefsíðum eða láta okkur detta í hug eitthvað sem barnið okkar gæti hugsanlega átt rétt á, eigum á hættu að fara á mis við ýmsa þjónustu. Oft höfum við ekki orku til að standa í slíku og ekki er hægt að gera þá kröfu til barnanna okkar sem hafa ekki færni til þess sökum fötlunar sinnar. Þegar sonur minn, sem er með þroskahömlun, var lítill, áttaði ég mig á því að upplýsingar um réttindi og þjónustu komu oftar en ekki frá öðrum foreldrum fatlaðra barna frekar en frá hinu opinbera. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að þetta er ekki nógu gott. Það ætti ekki að vera flókið að útbúa bækling fyrir foreldra þar sem væri að finna allar upplýsingar um þjónustu og réttindi, bæði fyrir barnið og foreldrana. Þá ætti heldur ekki að vera flókið að setja upp vefsíðu með sömu upplýsingum. Þegar minnihlutinn í borgarstjórn bar fram tillögu þessa efnis var henni vísað frá. Nú vil ég biðja þig, borgarstjóri, að útskýra fyrir mér og öðrum sem málið varðar, hvers vegna borgin vill ekki eða getur ekki bætt upplýsingagjöf til fatlaðra og aðstandenda þeirra, með eins einföldum hætti og að útbúa bækling.Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir ungs manns með fötlun, sálfræðingur og kennari.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar