Erlent

Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu.
Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu. AP/Gray Whitley
Fellibylurinn Dorian hefur sótt í sig veðrið og mælist viðvarandi vindur á svæði hans nú rúmir fimmtíu metrar á sekúndu. Dregið hafði úr kraftinum eftir að óveðrið gekk yfir Bahama Eyjar en nú þokast hann hægt í norður upp með austurströnd Bandaríkjanna. Nokkuð hefur verið um flóð í borginni Charleston í Suður - Karólínu og eru viðvaranir í gildi frá Georgíu í suðri og til Virginíu í norðri.

Tala látinna á Bahama eyjum stendur nú í tuttugu manns en eyðileggingin af völdum stormsins er gríðarleg, sérstaklega á eyjunni Abaco sem lagðist svo að segja í eyði.

Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við miklum sjávarflóðum og gífurlegri rigningu, auk mikils vinds.

Samkvæmt AP fréttaveitunni eru byggðir sem búist er við að verði fyrir áhrifum Dorian enn að jafna sig eftir fellibylinn Florence, sem olli miklum skaða í fyrra. Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu.


Tengdar fréttir

Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn

Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×