Innlent

Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fellibylurinn Dorian. Dregið hefur verulega úr styrk hans.
Fellibylurinn Dorian. Dregið hefur verulega úr styrk hans. AP/NOAA
Leifar fellibylsins Dorian koma til Íslands á þriðjudag. Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. Á þriðjudag verður úrkoma á nær öllu landinu en lægðarmiðjan sjálf fer rétt sunnan við landið.

Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir minni úrkomu í Dorian en í lægðinni sem gengur yfir um helgina en þegar er búið að gefa út gula viðvörun fyrir laugardag.

„Á þriðjudag verður ekki mikil úrkoma, þessar leifar eru eins og venjuleg lægð,“ segir Björn. „Fellibyljir þurfa að hitta á lægð í myndun ef þeir ætla að ganga í endurnýjun lífdaga og magnast upp með hlýju innskoti. Yfirleitt gera þeir það ekki og koðna smám saman niður.“


Tengdar fréttir

Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna

Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×