Sport

Írskur frjálsíþróttamaður lést í bílslysi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig Lynch 400 metra hlaupari.
Craig Lynch 400 metra hlaupari. vísir/Dean Mouhtaropoulos/Getty Images
Írski frjálsíþróttamaðurinn Craig Lynch er látinn en hann lést í bílslysi í bænum Meath í heimalandi Lynch.

Þessi 29 ára gamli 400 metra hlaupari keppti á EM árið 2016 en hann lést á sunnudagsmorgni eftir bílslys á Slane veginum í Írlandi snemma morguns.

David Gillick, fyrrum samherji Lynch, í írska landsliðinu var niðurbrotinn eftir að hann fékk fréttirnar af Lynch.







„Svo sannarlega frábær drengur með frábæra sýn á lífið. Hræðilegur harmleikur fyrir svona ungan dreng. Hans verður sárt saknað af svo mörgum,“ sagði Gillick.

Hann keppti einnig fyrir hönd Írlands á HM í boðhlaupi sem fór fram í Bahamas en félag hans, Shercok AC, sendi aðstandendum hans kveðjur. Það sama írska frjálsíþróttasambandið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×