Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2019 12:00 Ökutæki sérsveitarmanna mega ekki stöðva för ökutækis Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. Slíkt á ekki við um almenna lögreglumenn og almenna lögreglubíla og ríkir mikil óánægja meðal þeirra vegna þess að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Setja þurfi skýrari reglur. Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/StefánDómsmálaráðherra ákvað í síðustu viku að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra frá og með næstu áramótum. Þá óskaði ráðherra eftir því að ríkisendurskoðun myndi geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að talsverðar óánægju gæti meðal lögreglumanna með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, að ítrekað væri kvartað undan því að verklagsreglur væru ekki gefnar út. Meðal annars verklagsreglur um stöðvun ökutækja. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að sérsveitarmenn hafi ekki heimild til að taka þátt í aðgerðum sem snúa að því að nota lögreglubíl þeirra til að stöðva för ökutækis. Ríkislögreglustjóri hafi sett reglurnar fyrr á þessu ári eftir að sérsveitarbíll hafði verið notaður við að stöðva för ökutækis en við þá aðgerð varð skemmd á báðum ökutækjum. Tryggingafélag hafi neitað að borga tjónið á þeim forsendum að um ásetningsbrot hafi verið að ræða.Málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitar lögreglumaðurinn sök.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Þetta setur málin í uppnám því ef þarna hefði kannski orðið slys á ökumönnum og farþegum þá veit maður ekki hver staða þeirra hefði orðið og það er á þessum grunni sem þessar reglur voru settar,“ segir Snorri og bætir við að Tryggingafélög hafi ekki neitað bótaábyrgð áður og þetta sé því nýtt vandamál. „Reglurnar eru settar af embætti ríkislögreglustjóra gagnvart þeim sem aka á merktum lögreglutækjum þaðan en þær hafa ekki verið settar hjá öðrum embættum,“ segir Snorri. Með það ríki mikil óánægja meðal lögreglumanna. „Með það að þeir sem mesta þjálfun og reynslu hafa í svona aðgerðum sé bannað að gera það á meðan þessu er allt örðuvísi farið hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Uppfært klukkan 13:30í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra vegna fréttarinnar hér að ofan kemur fram að í júlímánuði 2018 hafi vátryggingafélag hafnað bótaskyldu vegna tveggja tjóna þar sem heimild yfirmanns hafði verið veitt til stöðvunar ökutækis með ákeyrslu. Það hafi verið mat vátryggingarfélagsins að slíkt væri óbótaskylt tjón þar sem því væri valdið af ásetningi. Embætti ríkislögreglustjóra hafi þá beint báðum málunum til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og liggur niðurstaða fyrir í öðru málinu en í því var niðurstaða tryggingafélagsins staðfest. Þá hafi lögreglumaður verið kærður og síðar ákærður í janúar fyrir stöðvun ökutækis með ákeyrslu. Mjög brýnt sé að fá úr því skorið hver sé réttarstaða lögreglumanna í slíkum aðgerðum og tryggja öryggi þeirra og almennings. Að mati ríkislögreglustjóra sé ekki rétt að setja lögreglumenn í þá aðstöðu sem réttaróvissan skapi. Vegna réttaróvissunnar um lögmæti þess að lögreglan stöðvi ökutæki með ákeyrslu og þá um leið óvissu um réttarstöðu lögreglumanna sem ökumanna, hafi fyrirmælin verið gefin út. Þá segir í tilkynningunni að fyrirmælin taki ekki til sérsveitaraðgerða og áfram sé heimilt að beita slíkri aðferð þegar um vopnaða einstaklinga er að ræða. Auk þess sem fyrirmælin upphefji ekki ákvæði almennra hegningarlaga um neyðarvörn og neyðarrétt. Sérsveitarmenn kunni að vera ósammála niðurstöðu ríkislögreglustjóra um þetta efni en það breyti því ekki að réttaróvissa sé uppi og ríkislögreglustjóri ber húsbóndaábyrð gagnvart starfsmönnum sem starfa hjá embættinu. Honum beri því skylda til að vernda hagsmuni þeirra auk þess sem fá þurfi niðurstöðu um réttmæti slíkra aðgerða.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15