Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Armenía 6-1 | Kaflaskiptur stórsigur strákanna Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. september 2019 20:15 Íslenska liðið byrjar þessa undankeppni af krafti vísir/bára Íslenska u21 árs landsliðið mætti í kvöld liði Armena í undankeppni fyrir EM u21 árs sem fram fer sumarið 2021. Til að einfalda okkur lífið mun ég hér eftir ekki tala um u21 heldur einungis landsliðið en íslenska liðið lék á alls oddi í Fossvoginum í kvöld og uppskar öruggan 6-1 sigur á slöku liði Armena. Íslenska liðið tók smá tíma í að finna fæturnar í upphafi leiks og náði að skapa nokkur fín hálffæri. Það voru hinsvegar Armenar sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins er Karen Melkonyan slapp inn fyrir vörn Íslands og fór framhjá Patrek í markinu áður en Ísak Óli kom til bjargar og kom boltanum frá. Þetta virðist hafa virkað eins og köld vatnsgusa í andlit okkar manna því eftir þetta var ljóst að íslenska liðið var búið að vakna. Tveimur mínútum eftir færi Armena skallaði Willum Þór í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Mikael Anderson og varla þremur mínútum síðar skoraði Ísak Óli og kom Íslandi í 2-0. Áður en flautað var til hálfleiks bætti fyrirliðinn Jón Dagur við þriðja markinu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Ísland fór hægt af stað í seinni hálfleik og aftur voru það sóknartilburðir Armena sem vöktu liðið til lífsins. Karen Melkonyan skoraði þá framhjá Patrek úr þröngu færi. Stuttu síðar var þeim þó skellt á jörðina er Vahan Bichakchyan fékk sitt annað gula spjald. Þá nývaknaðir að nýju léku okkar menn á alls oddi og Armenar sáu ekki aftur til sólar. Jónatan Ingi skoraði eftir að hafa verið inn á í tvær mínútur áður en hann lagði upp mark varla mínútu síðar er Ari Leifsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu síðar innsiglaði Brynjólfur Darri Willumson 6-1 sigur Íslands með fallegu marki. Fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leiki liðsins í undankeppninni staðreynd. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það svona til að byrja með.Afhverju vann Ísland? Það var augljóslega gífurlegur gæða munur á liðunum. Sigur Íslands var aldrei í hættu og hafði maður alltaf á tilfinninguni að ef Armenar gerðu áhlaup ættu íslensku strákarnir nokka auka gíra til að grípa í. Tvívegis í leiknum skoruðu okkar menn þrjú mörk á örfáum mínútum. Arnar Þór, þjálfari liðsins, ýjaði að því eftir leik að strákarnir okkar hefðu á köflum, nánast sýnt Armenum, full mikla miskun að hans mati. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ég get kvittað undir þetta hugarfar. Ég fíla þetta! Hverjir stóðu upp úr? Ísak og Ari Leifsson voru frábærir í öftustu línu og voru hausverkur fyrir varnarmenn Armena líka með eitt mark hvor. Mikael Andersson var frábær á hægri kanntinum sem og fyrirliðinn Jón Dagur hinum meginn. Willum var frábær á miðjunni og... ég gæti haldið lengi áfram. Punkturinn er: Það voru nær allir í toppformi í kvöld.Hvað gekk illa? Með öllu hinu jákvæða þá verð ég því miður að viðurkenna að Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki alveg nógu beittur fram á við. Hann var með engu móti lélegur og gerði margt vel í kvöld en ég vil sjá Brynjólf Darra byrja inn á næst en mér finnst hann bjóða upp á meiri ógn og kraft fram á við. Einnig byrjaði liðið bæði fyrri og seinni hálfleik býsna rólega. Þetta eru tvö smáatriði en þegar spurt er hvað hefði mátt fara betur þá getur maður oftast fundið eitthvað.Hvað gerist næst? Ísland heimsækir Svíþjóð í Stokkhólmi þann 12. október næstkomandi. Þá fyrst fáum við að sjá í svart og hvítu hvað býr í strákunum okkar!Jónatan Ingi Jónssonvísir/báraJónatan Ingi: Það vill enginn vera á bekknum „Strákarnir voru komnir vel yfir og ég gat komið inn með krafti,“ sagði ánægður Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður íslenska u21 árs landsliðsins og FH hérna heima, en hann átti frábæra innkomu í kvöld er hann hafði skoraði eitt mark og lagt upp annað einungis fjórum mínútum eftir að hann kom inn á í 6-1 sigri á Armeníu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jónatan Inga gegn Lúxemborg fyrir helgi og átti góða innkomu þá og byrjaði inn á í dag í stað Jónatans. Núna hinsvegar var það komið að Jónatani að henda í eina topp innkomu. „Við setjum allir pressu á hvorn annan. Það vill enginn vera á bekknum. Mikael kom frábærlega inn síðast og ég kom vel inn núna. Þetta snýst bara um liðsheildina. Ekki einstaklingana,“ sagði Jónatan og segir að næstu leikir leggjast vel í liðið en hin þrjú liðin í riðlinum eru Ítalía, Írland og næsti leikur liðsins, Svíþjóð. „Hann verður líklega erfiðari en þessir tveir. En það þarf að klára þessa léttari leiki sem við eigum að vinna. Þeir geta oft verið erfiðir og mér fannst við leysa verkefnið vel. Mjög sterkt að taka sex stig.“Arnar Þór þjálfar íslenska U21 landsliðið ásamt Eiði Smára Guðjohnsenvísir/báraArnar Þór: Hefði viljað slátra þeim „Frábært að vinna 6-1. Maður vill auðvitað vinna stærra og það var svekkjandi að fá mark á sig. En drengirnir spiluðu frábærlega og skoruðu glæsileg mörk,“ sagði ánægður þjálfari u21 landsliðs okkar Íslendinga eftir öruggan 6-1 sigur á Armenum í undankeppni EM u21. Ísland fór inn í hálfleik með örugga 3-0 forrystu en um miðbik seinni hálfleiks minnkuðu Armenar muninn. Það keyrði þó aðeins okkar menn upp í efsta gír en örfáum mínútum síðar var staðan 6-1 og þannig enduðu leikar. „Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en ég hefði helst þá bara viljað slátra þeim. Við getum lært af þessum leik eins og öllum öðrum en það er ekki annað hægt en að vera ánægður eftir 6-1 sigur,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Ég sá þá spila gegn Írum á föstudaginn og þeir voru mjög skipulagðir og miklu betri en t.d. Lúxemborg. Við hinsvegar kláruðum þá í seinni og þá byrjuðu þeir að vera pirraðir og missa skipulagið og þá vil ég bara slátra liðum.“ Íslenska liðið fékk fullt af færum til að bæta við enn fleiri mörkum en ef eitthvað má marka orð Arnars þá er engu líkara en að honum hafi fundist liðið leika aðeins á bremsuni í restina. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ísland því með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina gegn Armenum og Lúxemborg en hin þrjú liðin í riðlinum eru heldur betur af stærri gerðinni en næstu leikir eru gegn Svíum, Írum og Ítalíu. „Við erum vongóðir að geta strítt þessum liðum og við erum óhræddir við að segja það að við ætlum okkur langt í þessum riðli.“ Íslenski boltinn
Íslenska u21 árs landsliðið mætti í kvöld liði Armena í undankeppni fyrir EM u21 árs sem fram fer sumarið 2021. Til að einfalda okkur lífið mun ég hér eftir ekki tala um u21 heldur einungis landsliðið en íslenska liðið lék á alls oddi í Fossvoginum í kvöld og uppskar öruggan 6-1 sigur á slöku liði Armena. Íslenska liðið tók smá tíma í að finna fæturnar í upphafi leiks og náði að skapa nokkur fín hálffæri. Það voru hinsvegar Armenar sem áttu fyrsta alvöru færi leiksins er Karen Melkonyan slapp inn fyrir vörn Íslands og fór framhjá Patrek í markinu áður en Ísak Óli kom til bjargar og kom boltanum frá. Þetta virðist hafa virkað eins og köld vatnsgusa í andlit okkar manna því eftir þetta var ljóst að íslenska liðið var búið að vakna. Tveimur mínútum eftir færi Armena skallaði Willum Þór í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Mikael Anderson og varla þremur mínútum síðar skoraði Ísak Óli og kom Íslandi í 2-0. Áður en flautað var til hálfleiks bætti fyrirliðinn Jón Dagur við þriðja markinu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Ísland fór hægt af stað í seinni hálfleik og aftur voru það sóknartilburðir Armena sem vöktu liðið til lífsins. Karen Melkonyan skoraði þá framhjá Patrek úr þröngu færi. Stuttu síðar var þeim þó skellt á jörðina er Vahan Bichakchyan fékk sitt annað gula spjald. Þá nývaknaðir að nýju léku okkar menn á alls oddi og Armenar sáu ekki aftur til sólar. Jónatan Ingi skoraði eftir að hafa verið inn á í tvær mínútur áður en hann lagði upp mark varla mínútu síðar er Ari Leifsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu síðar innsiglaði Brynjólfur Darri Willumson 6-1 sigur Íslands með fallegu marki. Fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leiki liðsins í undankeppninni staðreynd. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það svona til að byrja með.Afhverju vann Ísland? Það var augljóslega gífurlegur gæða munur á liðunum. Sigur Íslands var aldrei í hættu og hafði maður alltaf á tilfinninguni að ef Armenar gerðu áhlaup ættu íslensku strákarnir nokka auka gíra til að grípa í. Tvívegis í leiknum skoruðu okkar menn þrjú mörk á örfáum mínútum. Arnar Þór, þjálfari liðsins, ýjaði að því eftir leik að strákarnir okkar hefðu á köflum, nánast sýnt Armenum, full mikla miskun að hans mati. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ég get kvittað undir þetta hugarfar. Ég fíla þetta! Hverjir stóðu upp úr? Ísak og Ari Leifsson voru frábærir í öftustu línu og voru hausverkur fyrir varnarmenn Armena líka með eitt mark hvor. Mikael Andersson var frábær á hægri kanntinum sem og fyrirliðinn Jón Dagur hinum meginn. Willum var frábær á miðjunni og... ég gæti haldið lengi áfram. Punkturinn er: Það voru nær allir í toppformi í kvöld.Hvað gekk illa? Með öllu hinu jákvæða þá verð ég því miður að viðurkenna að Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki alveg nógu beittur fram á við. Hann var með engu móti lélegur og gerði margt vel í kvöld en ég vil sjá Brynjólf Darra byrja inn á næst en mér finnst hann bjóða upp á meiri ógn og kraft fram á við. Einnig byrjaði liðið bæði fyrri og seinni hálfleik býsna rólega. Þetta eru tvö smáatriði en þegar spurt er hvað hefði mátt fara betur þá getur maður oftast fundið eitthvað.Hvað gerist næst? Ísland heimsækir Svíþjóð í Stokkhólmi þann 12. október næstkomandi. Þá fyrst fáum við að sjá í svart og hvítu hvað býr í strákunum okkar!Jónatan Ingi Jónssonvísir/báraJónatan Ingi: Það vill enginn vera á bekknum „Strákarnir voru komnir vel yfir og ég gat komið inn með krafti,“ sagði ánægður Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður íslenska u21 árs landsliðsins og FH hérna heima, en hann átti frábæra innkomu í kvöld er hann hafði skoraði eitt mark og lagt upp annað einungis fjórum mínútum eftir að hann kom inn á í 6-1 sigri á Armeníu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jónatan Inga gegn Lúxemborg fyrir helgi og átti góða innkomu þá og byrjaði inn á í dag í stað Jónatans. Núna hinsvegar var það komið að Jónatani að henda í eina topp innkomu. „Við setjum allir pressu á hvorn annan. Það vill enginn vera á bekknum. Mikael kom frábærlega inn síðast og ég kom vel inn núna. Þetta snýst bara um liðsheildina. Ekki einstaklingana,“ sagði Jónatan og segir að næstu leikir leggjast vel í liðið en hin þrjú liðin í riðlinum eru Ítalía, Írland og næsti leikur liðsins, Svíþjóð. „Hann verður líklega erfiðari en þessir tveir. En það þarf að klára þessa léttari leiki sem við eigum að vinna. Þeir geta oft verið erfiðir og mér fannst við leysa verkefnið vel. Mjög sterkt að taka sex stig.“Arnar Þór þjálfar íslenska U21 landsliðið ásamt Eiði Smára Guðjohnsenvísir/báraArnar Þór: Hefði viljað slátra þeim „Frábært að vinna 6-1. Maður vill auðvitað vinna stærra og það var svekkjandi að fá mark á sig. En drengirnir spiluðu frábærlega og skoruðu glæsileg mörk,“ sagði ánægður þjálfari u21 landsliðs okkar Íslendinga eftir öruggan 6-1 sigur á Armenum í undankeppni EM u21. Ísland fór inn í hálfleik með örugga 3-0 forrystu en um miðbik seinni hálfleiks minnkuðu Armenar muninn. Það keyrði þó aðeins okkar menn upp í efsta gír en örfáum mínútum síðar var staðan 6-1 og þannig enduðu leikar. „Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en ég hefði helst þá bara viljað slátra þeim. Við getum lært af þessum leik eins og öllum öðrum en það er ekki annað hægt en að vera ánægður eftir 6-1 sigur,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Ég sá þá spila gegn Írum á föstudaginn og þeir voru mjög skipulagðir og miklu betri en t.d. Lúxemborg. Við hinsvegar kláruðum þá í seinni og þá byrjuðu þeir að vera pirraðir og missa skipulagið og þá vil ég bara slátra liðum.“ Íslenska liðið fékk fullt af færum til að bæta við enn fleiri mörkum en ef eitthvað má marka orð Arnars þá er engu líkara en að honum hafi fundist liðið leika aðeins á bremsuni í restina. „Maður þarf ekkert að vera feiminn við að skora 10 mörk. Drengirnir mega alveg læra það.“ Ísland því með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina gegn Armenum og Lúxemborg en hin þrjú liðin í riðlinum eru heldur betur af stærri gerðinni en næstu leikir eru gegn Svíum, Írum og Ítalíu. „Við erum vongóðir að geta strítt þessum liðum og við erum óhræddir við að segja það að við ætlum okkur langt í þessum riðli.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti