Erlent

Einn ríkasti maður Svíþjóðar látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Hans Rausing árið 2002.
Hans Rausing árið 2002. Getty/Martin Goodwin
Hans Rausing, einn ríkasti maður Svíþjóðar og höfuð Tetra-Pak veldisins er látinn 93 ára að aldri.

Fjölskylda Rausing greindi frá andláti hans í tilkynningu í dag. Rausing er sonur Ruben Rausing, mannsins sem stofnaði Tetra-Pak fyrirtækið árið 1941. Tetra-Pak framleiddi matvælaumbúðir og eru þekktar fernurnar sem framleiddar eru af fyrirtækjunum.

Rausing stýrði fyrirtækinu um áraraðir ásamt eldri bróður sínum Gad Rausing sem lést árið 2000. Bræðurnir fluttust til Bretlands á níunda áratugnum og urðu fljótt á meðal ríkustu manna Bretlandseyja. Árið 1993 keypti Gad hlut Hans í fyritækinu fyrir 3.5 milljarða punda. Árið 2013 var hann sagður næst ríkasti Svíinn af tímaritinu Forbes og voru eigur hans metnar á um 12.5 milljarða Bandaríkjadala.

Hans Rausing átti ásamt eiginkonu sinni þrjú börn en í tilkynningu þeirra segir að hann hafi látist í svefni á heimili sínu í Sussex við hlið Märit, eiginkonu sinnar.

Vörur í Tetra Pak umbúðum er að finna víða um heim.Getty/ Ulrich Baumgarten



Fleiri fréttir

Sjá meira


×