Stefnuleysi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun