Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. ágúst 2019 11:13 Gunnar Hrafn Hall hljóp til styrktar ADHD-samtökunum. Mynd/Anna Sigríður Björnsdóttir Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp