Rafíþróttir, börn og heilbrigð nálgun Arnar Hólm Einarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:35 Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun