Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2019 13:39 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi fyrr í vikunni. Mynd/TV 2, Danmörku. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019 Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. TV2 í Danmörku greinir frá. Trump var væntanlegur í opinbera heimsókn annan og þriðja dag septembermánaðar en aflýsti henni skyndilega seint í gærkvöldi. Sagði hann ástæðuna vera þá að Mette Frederiksen hefði sýnt fram á að hún hefði engan áhuga á að hefja viðræður um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.Sjá einnig: Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Mette Frederiksen ræddi málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. „Okkur bárust skilaboð frá Hvíta húsinu seint í gærkvöld. Ef þú spyrð hvort það sé óvanalegt að fresta með svo skömmum fyrirvara er svarið já,“ sagði danski forsætisráðherrann sem tók við embætti fyrr á árinu.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiFrederiksen sagði einnig á blaðamannafundinum að atburðir gærkvöldsins hefðu engin áhrif haft á afstöðu hennar til hugmynda Trump um Grænlandskaup. „Uppi hafa verið hugmyndir um kaup á Grænlandi en Kim Kielsen [forsætisráðherra Grænlands] hefur hafnað þeim og ég er að sjálfsögðu á sama máli,“ sagði Frederiksen en Kielsen hafnaði því ítrekað í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Grænland væri til sölu. Mette sagði þá einnig að atburðir síðustu daga myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna. Sagðist hún vonast eftir því að samvinna Dana og Bandaríkjamanna myndi aukast á næstu árum og saman gætu ríkin leyst áskoranir sem liggja fyrir. Frestun heimsóknar Trump breyti því ekki.Sagður barnalegur og sakaður um virðingarleysi Trump greip, eins og oft áður, til samfélagsmiðilsins Twitter í gær þegar hann greindi heimsbyggðinni frá því að ekki yrði af heimsókninni. Í kjölfarið hafa sprottið upp miklar þverpólitískar umræður um Bandaríkjaforseta. Fólk úr öllum flokkum gagnrýnir „virðingarleysi“ forsetans þar á meðal er þingforsetinn fyrrverandi Pia Kjærsgaard, róttæki vinstriflokksmaðurinn Morten Østergaard auk fleiri þingmanna og annarra stjórnmálamanna.Sjá einnig: Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Það eru þó ekki bara danskir sem er ósáttir með gjörðir forseta. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku gagnrýnir forsetann harðlega og segir forsetann haga sér eins og barn.Actually I do have words: He asked for an invitation from the Queen for a State visit. She invited him. He accepted. They have been expecting him for weeks at the palace. The Danes and Greenlanders dismiss his vanity project. He snubs the entire Kingdom. He is a child. — Rufus Gifford (@rufusgifford) August 21, 2019 Núverandi sendiherra, Carla Sands, segir þó að þrátt fyrir frestun fundarins virði Trump Dani og kunni að meta þá. Hann hlakki til að funda í framtíðinni með góðum vinum sínum Dönum..@POTUS values & respects and looks forward to a visit in the future to discuss the many important issues in our strong bilateral relationship! Great friends & Allies like and should be able to discuss all issues openly & candidly.#dkpol#partnershipsmatter — Ambassador Carla Sands (@USAmbDenmark) August 21, 2019
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira