Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Hér má sjá umfang hrunsins Facebook/Lögreglan Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22