Sýning um sögu Skólavörðuholtsins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 09:00 Hér eru þeir að túlka söguna á mismunandi hátt, segir Olga um listamennina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sýningin Varðað sem stendur nú yfir í Ásmundarsal er samsýning fjögurra listamanna af yngri kynslóðinni sem sýna ný verk sem þau hafa unnið innblásin af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Sýningunni lýkur á sunnudag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal fyrir nokkrum árum í því skyni að tryggja þar áframhaldandi lifandi menningarstarfsemi – og það hafa þau sannarlega gert. Olga Lilja Ólafsdóttir vinnur með þeim í rekstri hússins. „Við höfum lagt mikið upp úr því að kynna okkur sögu hússins og þá merkilegu listastarfsemi sem hefur farið þar fram í gegnum árin,“ segir Olga Lilja. „Síðasta haust þegar við auglýstum eftir umsóknum fyrir sýningar ársins 2019 sóttu um fjórir ungir listamenn sem voru með þá hugmynd að búa til sýningu um sögu Skólavörðuholtsins. Þetta smellpassaði við áhuga okkar á að halda sögu þessa svæðis hátt á loft. Þeirra nálgun í listinni er að einhverju leyti naívísk og hér eru þau að túlka söguna á mismunandi hátt.“Sérlega skemmtileg útsaumsverk eftir Loja Höskuldsson á sýningunni.Búr með sígarettustubbum Loji Höskuldsson sýnir útsaumsverk. Eitt þeirra sýnir fiskabúr. „Á þeim tíma sem Ásmundur Sveinsson rak sýningarsal í húsinu var haldin metnaðarfull skrautfiskasýning. Um 70 tegundir erlendra skraut- og nytjafiska voru fluttar til landsins og sýningin var gríðarlega vel sótt en allt að 7.000 manns komu á hana. Þetta var á þeim tíma þegar fólk reykti inni í sýningarsölum og það átti til að drepa í sígarettum í búrunum,“ segir Olga. Í dagblaði birtist síðan eftirfarandi ábending til sýningargesta: „Blaðið hefir verið beðið um að koma því á framfæri að fiskarnir á sýningunni reyki hvorki nje kæri sig um peninga. Nokkur brögð hafa verið að því, að peningum og sígarettu og vindlastubbum hafi verið fleygt í fiskakerin, með þeim afleiðingum, að nokkrir fiskar hafa drepist.“ „Loji gerir þessu skemmtileg skil, í verki hans eru engir fiskar í búrinu en þar flýtur allt í sígarettustubbum,“ segir Olga Lilja. Í annarri útsaumsmynd endurgerir Loji postulínsstell sem Dieter Roth og Ragnar Kjartansson voru með á sýningu og enn önnur mynd hans sýnir verkið Veðurspámaður eftir Ásmund en verkið var einmitt sýnt fyrst í garðinum fyrir utan Ásmundarsal.Þorvaldur Jónsson túlkar Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti.Frjálslegt Skólavörðuholt „Í myndum sínum túlkar Þorvaldur Jónsson Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti. Í myndum hans leynast alls kyns skemmtilegar tilvitnanir í sögu holtsins. Þar má til dæmis sjá einu járnbrautarlestina sem hefur verið í Reykjavík og flutti grjót frá Öskjuhlíðinni. Lítil lóa leynist á einni mynd og furðuverur sjást á annarri,“ segir Olga. „Helga Páley Friðþjófsdóttir vinnur abstrakt, rannsakar Skólavörðuholtið og leikur sér með form og sameinar þau inn í sinn eigin myndheim. Auður Lóa Guðnadóttir sýnir meðal annars verk af þremur nöktum dansandi konum. Verkið sýnist vera úr postulíni en er gert úr pappamassa. Módelteikning hefur í tímans rás verið mikilvægur þáttur í myndlistarkennslu, en Myndlistarskóli Reykjavíkur var lengi vel til húsa í Ásmundarsal. Auður Lóa er þarna að vísa í kvenlíkamann sem lengi hefur verið áberandi mótív sem heillað hefur myndlistarmenn. Hún hefur líka gert pottaplöntur fyrir þessa sýningu en þær sáust oft á myndlistarsýningum hér áður fyrr innan um verk listamanna.“ Blað á menningarnótt Í tengslum við sýninguna kom út ljóðabókin Varðað eftir Skarphéðin Bergþóruson, en hann vann með listamönnunum að sýningunni. Sérstakt blað kemur síðan út á Menningarnótt, Upp í hæstu hæðir. „Við höfum safnað saman ótrúlega miklu af skemmtilegu efni um sögu Skólavörðuholtsins og hússins og gefum út átta síðna blað á menningarnótt um þessa sögu. Gestir og gangandi geta komið hingað og fengið sér eintak,“ segir Olga Lilja. Hljómsveitin Bjartar sveiflur skemmtir gestum á Menningarnótt en einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Loji Höskuldsson, er einn af listamönnum sýningarinnar. Ásmundarsalur verður opinn frá 9-20 á Menningarnótt en dagskráin fer fram á milli klukkan 17-19. Menningarnótt Myndlist Reykjavík Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sýningin Varðað sem stendur nú yfir í Ásmundarsal er samsýning fjögurra listamanna af yngri kynslóðinni sem sýna ný verk sem þau hafa unnið innblásin af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennirnir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Sýningunni lýkur á sunnudag. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson keyptu Ásmundarsal fyrir nokkrum árum í því skyni að tryggja þar áframhaldandi lifandi menningarstarfsemi – og það hafa þau sannarlega gert. Olga Lilja Ólafsdóttir vinnur með þeim í rekstri hússins. „Við höfum lagt mikið upp úr því að kynna okkur sögu hússins og þá merkilegu listastarfsemi sem hefur farið þar fram í gegnum árin,“ segir Olga Lilja. „Síðasta haust þegar við auglýstum eftir umsóknum fyrir sýningar ársins 2019 sóttu um fjórir ungir listamenn sem voru með þá hugmynd að búa til sýningu um sögu Skólavörðuholtsins. Þetta smellpassaði við áhuga okkar á að halda sögu þessa svæðis hátt á loft. Þeirra nálgun í listinni er að einhverju leyti naívísk og hér eru þau að túlka söguna á mismunandi hátt.“Sérlega skemmtileg útsaumsverk eftir Loja Höskuldsson á sýningunni.Búr með sígarettustubbum Loji Höskuldsson sýnir útsaumsverk. Eitt þeirra sýnir fiskabúr. „Á þeim tíma sem Ásmundur Sveinsson rak sýningarsal í húsinu var haldin metnaðarfull skrautfiskasýning. Um 70 tegundir erlendra skraut- og nytjafiska voru fluttar til landsins og sýningin var gríðarlega vel sótt en allt að 7.000 manns komu á hana. Þetta var á þeim tíma þegar fólk reykti inni í sýningarsölum og það átti til að drepa í sígarettum í búrunum,“ segir Olga. Í dagblaði birtist síðan eftirfarandi ábending til sýningargesta: „Blaðið hefir verið beðið um að koma því á framfæri að fiskarnir á sýningunni reyki hvorki nje kæri sig um peninga. Nokkur brögð hafa verið að því, að peningum og sígarettu og vindlastubbum hafi verið fleygt í fiskakerin, með þeim afleiðingum, að nokkrir fiskar hafa drepist.“ „Loji gerir þessu skemmtileg skil, í verki hans eru engir fiskar í búrinu en þar flýtur allt í sígarettustubbum,“ segir Olga Lilja. Í annarri útsaumsmynd endurgerir Loji postulínsstell sem Dieter Roth og Ragnar Kjartansson voru með á sýningu og enn önnur mynd hans sýnir verkið Veðurspámaður eftir Ásmund en verkið var einmitt sýnt fyrst í garðinum fyrir utan Ásmundarsal.Þorvaldur Jónsson túlkar Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti.Frjálslegt Skólavörðuholt „Í myndum sínum túlkar Þorvaldur Jónsson Skólavörðuholtið með frjálslegum hætti. Í myndum hans leynast alls kyns skemmtilegar tilvitnanir í sögu holtsins. Þar má til dæmis sjá einu járnbrautarlestina sem hefur verið í Reykjavík og flutti grjót frá Öskjuhlíðinni. Lítil lóa leynist á einni mynd og furðuverur sjást á annarri,“ segir Olga. „Helga Páley Friðþjófsdóttir vinnur abstrakt, rannsakar Skólavörðuholtið og leikur sér með form og sameinar þau inn í sinn eigin myndheim. Auður Lóa Guðnadóttir sýnir meðal annars verk af þremur nöktum dansandi konum. Verkið sýnist vera úr postulíni en er gert úr pappamassa. Módelteikning hefur í tímans rás verið mikilvægur þáttur í myndlistarkennslu, en Myndlistarskóli Reykjavíkur var lengi vel til húsa í Ásmundarsal. Auður Lóa er þarna að vísa í kvenlíkamann sem lengi hefur verið áberandi mótív sem heillað hefur myndlistarmenn. Hún hefur líka gert pottaplöntur fyrir þessa sýningu en þær sáust oft á myndlistarsýningum hér áður fyrr innan um verk listamanna.“ Blað á menningarnótt Í tengslum við sýninguna kom út ljóðabókin Varðað eftir Skarphéðin Bergþóruson, en hann vann með listamönnunum að sýningunni. Sérstakt blað kemur síðan út á Menningarnótt, Upp í hæstu hæðir. „Við höfum safnað saman ótrúlega miklu af skemmtilegu efni um sögu Skólavörðuholtsins og hússins og gefum út átta síðna blað á menningarnótt um þessa sögu. Gestir og gangandi geta komið hingað og fengið sér eintak,“ segir Olga Lilja. Hljómsveitin Bjartar sveiflur skemmtir gestum á Menningarnótt en einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Loji Höskuldsson, er einn af listamönnum sýningarinnar. Ásmundarsalur verður opinn frá 9-20 á Menningarnótt en dagskráin fer fram á milli klukkan 17-19.
Menningarnótt Myndlist Reykjavík Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira