Myndband | Sjáðu Formúlu bíl framtíðarinnar Bragi Þórðarson skrifar 23. ágúst 2019 06:00 Formúlu bílinn mun líta svona út árið 2021. Skjámynd/Youtube/FORMULA 1 Formúla 1 mun breytast verulega árið 2021 þegar að nýjar reglur koma inn. Reglubreytingar munu hafa í för með sér algjörlega nýtt útlit á Formúlu bílunum. Auk þess er markmiðið með reglubreytingunum að gera kappaksturinn skemmtilegri og auka líkur á framúrakstri. Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira. 2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir. Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúla 1 mun breytast verulega árið 2021 þegar að nýjar reglur koma inn. Reglubreytingar munu hafa í för með sér algjörlega nýtt útlit á Formúlu bílunum. Auk þess er markmiðið með reglubreytingunum að gera kappaksturinn skemmtilegri og auka líkur á framúrakstri. Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira. 2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir. Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira