Fótbolti

Enginn með fleri heppnaðar sendingar í Rússlandi en Hörður Björgvin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í baráttunni við framherja Rubin Kazan, Viðar Örn Kjartansson.
Hörður í baráttunni við framherja Rubin Kazan, Viðar Örn Kjartansson. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur farið vel af stað með CSKA Moskvu á tímabilinu en liðið er í 6. sæti deildarinnar eftir sex leiki.

Um síðustu helgi tapaði CSKA Moskva gegn grönnum sínum í Spartak Moskvu 2-1 en Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA.

Hörður Björgvin hefur staðið sig varnarlega í vörn CSKA og ekki síður þegar CSKA er með boltan því enginn leikmaður deildarinnar er með betri sendingarhlutfall en landsliðsmaðurinn.

Hann hefur gefið 393 heppnaðar sendingar á leiktíðinni og er efstur eftir fyrstu sex umferðirnar í rússnesku deildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×