Salah með tvö þegar Liverpool vann Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2019 18:15 Salah fagnar. Hann er kominn með þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann Arsenal, 3-1, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eina liðið sem er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur unnið tólf deildarleiki í röð. Með sigrinum í dag jafnaði Liverpool félagsmet frá 1990.@LFC equal their club record of successive League wins which was set between April-October 1990 Liverpool's best League winning runs in 2019 in 1990 in 2014 in 1982 pic.twitter.com/913DWiuwGq — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Liverpool náði forystunni á 41. mínútu þegar Joël Matip skoraði með skalla eftir hornspyrnu Trents Alexander-Arnold. Hann hefur lagt upp níu mörk í síðustu tíu leikjum sínum á Anfield.9 - Trent Alexander-Arnold has assisted nine goals in his last 10 appearances at Anfield for Liverpool in all competitions, including assisting once in each of his last five competitive home games. Delivery. pic.twitter.com/XxHlwg6iRa — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Á 49. mínútu skoraði Salah úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Egyptinn skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool með góðu skoti í fjærhornið á 58. mínútu. Salah hefur skorað sex mörk í sex leikjum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, fimm fyrir Liverpool og eitt fyrir Chelsea.Mohamed Salah's @premierleague record v Arsenal Mar 2014 Aug 2017 Dec 2017 Nov 2018 Dec 2018 Aug 2019pic.twitter.com/rWGSh2iExY — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Varamaðurinn Lucas Torreira minnkaði muninn í 3-1 fimm mínútum fyrir leikslok en nær komst Arsenal ekki. Skytturnar eru í 2. sæti deildarinnar með sex stig. Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal í níu leikjum í röð í öllum keppnum. Í síðustu sjö leikjum sínum á Anfield hefur Arsenal fengið á sig 25 mörk. Enski boltinn
Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann Arsenal, 3-1, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eina liðið sem er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur unnið tólf deildarleiki í röð. Með sigrinum í dag jafnaði Liverpool félagsmet frá 1990.@LFC equal their club record of successive League wins which was set between April-October 1990 Liverpool's best League winning runs in 2019 in 1990 in 2014 in 1982 pic.twitter.com/913DWiuwGq — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Liverpool náði forystunni á 41. mínútu þegar Joël Matip skoraði með skalla eftir hornspyrnu Trents Alexander-Arnold. Hann hefur lagt upp níu mörk í síðustu tíu leikjum sínum á Anfield.9 - Trent Alexander-Arnold has assisted nine goals in his last 10 appearances at Anfield for Liverpool in all competitions, including assisting once in each of his last five competitive home games. Delivery. pic.twitter.com/XxHlwg6iRa — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Á 49. mínútu skoraði Salah úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Egyptinn skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool með góðu skoti í fjærhornið á 58. mínútu. Salah hefur skorað sex mörk í sex leikjum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, fimm fyrir Liverpool og eitt fyrir Chelsea.Mohamed Salah's @premierleague record v Arsenal Mar 2014 Aug 2017 Dec 2017 Nov 2018 Dec 2018 Aug 2019pic.twitter.com/rWGSh2iExY — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Varamaðurinn Lucas Torreira minnkaði muninn í 3-1 fimm mínútum fyrir leikslok en nær komst Arsenal ekki. Skytturnar eru í 2. sæti deildarinnar með sex stig. Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal í níu leikjum í röð í öllum keppnum. Í síðustu sjö leikjum sínum á Anfield hefur Arsenal fengið á sig 25 mörk.