Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 12:40 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ætlar að efna loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21