Erlent

Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson við komuna til Biarritz
Boris Johnson við komuna til Biarritz Getty
Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. Leiðtogar G7 ríkjanna, sem Bretland og Bandaríkin eru á meðal, hittast nú um helgina í franska bænum Biarritz. BBC greinir frá.

Johnson hefur nú þegar rætt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um áhyggjur hans af verslun milli ríkjanna en hyggst ræða málið enn frekar á fundi þeirra á morgun. „Það er stór tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson.

Johnson taldi þá upp ýmis dæmi um vörur sem hægt væri að flytja inn til Bandaríkjanna ef slakað verður á viðskiptahömlunum.

„Svínakjötsbökur eru til að mynda seldar í Taílandi og á Íslandi en komast ekki inn á bandaríska markaðinn vegna reglugerða. Breskar paprikur komast ekki inn á markaðinn heldur. Það er mjög erfitt að flytja inn breskt vín. Ef þú vilt selja breskt vín í Bandaríkjunum verður það að fara í gegnum bandarískan dreifingaraðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×