Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 27. ágúst 2019 10:00 Hinn færeyski Áki Egilsnes er á sínu þriðja tímabili hjá KA. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tólf daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að fjórða liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti - (28. ágúst)9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirHeimir Örn Árnason hefur lagt skóna á hilluna.vísir/báraÍþróttadeild spáir KA 9. sæti deildarinnar, sama sæti og liðið lenti í á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið hluti af Akureyrarliðinu í ellefu ár byrjaði KA að spila aftur undir eigin merkjum tímabilið 2017-18. KA vann sér strax sæti í Olís-deildinni og á síðasta tímabili var liðið nálægt því að komast í úrslitakeppnina. KA mætir með nánast sama lið til leiks og á síðasta tímabili. Heimir Örn Árnason er reyndar hættur, þangað til annað kemur í ljós, og hann skilur eftir sig stórt skarð í vörninni sem var sterk á síðasta tímabili. KA átti tvo af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar á síðasta tímabili. Þeir Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes skoruðu samtals 270 mörk, eða nær helming marka KA. Fleiri þurfa að leggja í púkkið í sókninni í vetur. KA-menn ættu ekki að lenda í fallbaráttu og setja væntanlega stefnuna á að komast í úrslitakeppnina. Til að það náist þarf að KA-heimilið að enn meiri gryfju. KA vann bara fjóra heimaleiki í fyrra. Aðeins botnlið Gróttu vann færri (1).Komnir/Farnir:Komnir: Daníel Örn Griffin frá ÍBV Patrekur Stefánsson frá AkureyriFarnir: Heimir Örn Árnason hætturTarik Kasumovic var næstmarkahæstur í Olís-deildinni á síðasta tímabili með 137 mörk.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur KA 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 9. sæti (25,9) Skotnýting - 10. sæti (55,5%) Vítanýting - 6. sæti (73%) Hraðaupphlaupsmörk - 8. sæti (53) Stoðsendingar í leik - 10. sæti (9,0) Tapaðir boltar í leik - 8. sæti (8,6)Vörn og markvarsla KA 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (26,9) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (30,3%) Varin víti - 1. sæti (22) Stolnir boltar - 4. sæti (82) Varin skot í vörn - 9. sæti (40) Lögleg stopp í leik - 2. sæti (21,6)Færeyski hornamaðurinn Allan Norðberg.vísir/báraLíklegt byrjunarlið KA í vetur Markvörður - Jovan Kukobat - 32 ára Vinstra horn - Dagur Gautason - 19 ára Vinstri skytta - Tarik Kasumovic - 27 ára Miðja - Jón Heiðar Sigurðsson - 28 ára Hægri skytta - Áki Egilsnes- 23 ára Hægra horn - Allan Norðberg - 25 ára Lína - Daníel Matthíasson - 25 ára Varnarmaður - Daði Jónsson - 22 áraEinar Birgir Stefánsson verst skoti Egils Magnússonar, þáverandi Stjörnumanns.vísir/báraFylgist með Einar Birgir Stefánsson (f. 1997) átti nokkra ágæta leiki í fyrra og lofaði góðu á köflum. Þess á milli datt hann of langt niður. Einar er stór og stæðilegur línumaður sem hefur margt til brunns að bera. Línuspilið var ekkert sérstakt hjá KA-mönnum á síðasta tímabili og þeir þurfa að vera duglegri að finna Einar og hann sömuleiðis að nýta færin sín.Jónatan og Stefán skrifuðu undir tveggja ára samning við KA í vor.mynd/kaÞjálfarinn KA er eina lið deildarinnar sem er með tvo þjálfara. Líkt og síðustu tvö tímabil er Stefán Árnason við stjórnvölinn hjá KA. Meðþjálfari hans í vetur verður Jónatan Magnússon. Hann stýrði KA/Þór með góðum árangri um þriggja ára skeið. Á síðasta tímabili endaði liðið í 5. sæti Olís-deildar kvenna sem nýliði. Jónatan var einnig aðstoðarþjálfari Axels Stefánssonar með íslenska kvennalandsliðið. Hann lék með KA á árum áður og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu 2002. Þrátt fyrir að vera yngsti þjálfarinn í Olís-deildinni í vetur býr Stefán yfir mikilli reynslu. Áður en hann tók við KA, sínu uppeldisfélagi, var stýrði hann Selfossi, kom liðinu upp í Olís-deildina og í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 21 ár.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: KA Hvað segir sérfræðingurinn?„KA er annað lið sem er að gera aðeins breytingar á þjálfarateymi sínu. Jónatan Magnússon kemur inn og hann er búinn að vera gera mjög flotta hluti með KA/Þór. Ég er búinn að heyra mjög fína hluti um hann og það er því spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í deildina. KA festi sig í sessi eftir að hafa komið upp í fyrra og það var allt mjög skemmtilegt hjá þeim, bæði umgjörðin og liðið,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um KA-liðið. „Það er gaman að heyra að allir útlendingarnir ætli að vera áfram því þeir eru skemmtilegir á velli og karakterar. Það er gaman af þeim. Þeir fá til sín Patrek frá Akureyri og Daníel Griffin. Það er erfitt að fá menn norður en ég held að þeir hafi gert ágætlega með þessu. Þetta eru ekki menn sem eiga að vera einhverjar stórstjörnur heldur eiga að smella inn í þetta lið sem hjálpar þeim við það að taka næsta skref áfram. Ef þeir halda heimavellinum góðum þá ættu þeir að gera kröfu á það að komast í úrslitakeppnina,“ segir Jóhann Gunnar.Hversu langt síðan að KA ... ... varð Íslandsmeistari: 17 ár (2002) ... varð deildarmeistari: 18 ár (2001) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 18 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 15 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 15 ár (2004) ... komst í úrslitakeppni: 14 ár (2005) ... komst í undanúrslit: 15 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 17 ár (2002) ... féll úr deildinni: 35 ár (1984) (Lék undir merkjum Akureyrar frá 2006-2017) ... kom upp í deildina: 1 ár (2018)Gengi KA í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti)Gengi KA í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit)Hinn bráðefnilegi Dagur Gautason var í úrvalsliði EM U-18 ára í fyrra.vísir/báraAð lokum KA hefur nánast ekkert styrkt sig frá síðasta tímabili. Á móti kemur að liðið ætti ekki þurfa neinn tíma til að spila sig saman. KA var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og KA-menn eru ekki langt frá liðunum í 6.-8. sæti að getu. Þeir þurfa hins vegar að bæta sóknarleikinn og finna leiðir til nýta Dag Gautason betur. Þessi stórefnilegi hornamaður fékk úr alltof litlu að moða á síðasta tímabili. Kasumovic er gríðarlega öflug skytta en er hornablindur. Línuspilið þarf líka að vera mun betra en í fyrra og þá þurfa KA-menn að nýta skotin sín betur. Aðeins tvö lið voru með lakari skotnýtingu en KA á síðasta tímabili. KA spilar ákveðinn og beittan varnarleik og ef hann verður svipaður og í fyrra til viðbótar við aðeins betri markvörslu og fjölbreyttari sóknarleik ætti KA að geta komist í úrslitakeppnina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tólf daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að fjórða liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti 8. sæti - (28. ágúst)9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirHeimir Örn Árnason hefur lagt skóna á hilluna.vísir/báraÍþróttadeild spáir KA 9. sæti deildarinnar, sama sæti og liðið lenti í á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið hluti af Akureyrarliðinu í ellefu ár byrjaði KA að spila aftur undir eigin merkjum tímabilið 2017-18. KA vann sér strax sæti í Olís-deildinni og á síðasta tímabili var liðið nálægt því að komast í úrslitakeppnina. KA mætir með nánast sama lið til leiks og á síðasta tímabili. Heimir Örn Árnason er reyndar hættur, þangað til annað kemur í ljós, og hann skilur eftir sig stórt skarð í vörninni sem var sterk á síðasta tímabili. KA átti tvo af þremur markahæstu leikmönnum deildarinnar á síðasta tímabili. Þeir Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes skoruðu samtals 270 mörk, eða nær helming marka KA. Fleiri þurfa að leggja í púkkið í sókninni í vetur. KA-menn ættu ekki að lenda í fallbaráttu og setja væntanlega stefnuna á að komast í úrslitakeppnina. Til að það náist þarf að KA-heimilið að enn meiri gryfju. KA vann bara fjóra heimaleiki í fyrra. Aðeins botnlið Gróttu vann færri (1).Komnir/Farnir:Komnir: Daníel Örn Griffin frá ÍBV Patrekur Stefánsson frá AkureyriFarnir: Heimir Örn Árnason hætturTarik Kasumovic var næstmarkahæstur í Olís-deildinni á síðasta tímabili með 137 mörk.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur KA 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 9. sæti (25,9) Skotnýting - 10. sæti (55,5%) Vítanýting - 6. sæti (73%) Hraðaupphlaupsmörk - 8. sæti (53) Stoðsendingar í leik - 10. sæti (9,0) Tapaðir boltar í leik - 8. sæti (8,6)Vörn og markvarsla KA 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 7. sæti (26,9) Hlutfallsmarkvarsla - 6. sæti (30,3%) Varin víti - 1. sæti (22) Stolnir boltar - 4. sæti (82) Varin skot í vörn - 9. sæti (40) Lögleg stopp í leik - 2. sæti (21,6)Færeyski hornamaðurinn Allan Norðberg.vísir/báraLíklegt byrjunarlið KA í vetur Markvörður - Jovan Kukobat - 32 ára Vinstra horn - Dagur Gautason - 19 ára Vinstri skytta - Tarik Kasumovic - 27 ára Miðja - Jón Heiðar Sigurðsson - 28 ára Hægri skytta - Áki Egilsnes- 23 ára Hægra horn - Allan Norðberg - 25 ára Lína - Daníel Matthíasson - 25 ára Varnarmaður - Daði Jónsson - 22 áraEinar Birgir Stefánsson verst skoti Egils Magnússonar, þáverandi Stjörnumanns.vísir/báraFylgist með Einar Birgir Stefánsson (f. 1997) átti nokkra ágæta leiki í fyrra og lofaði góðu á köflum. Þess á milli datt hann of langt niður. Einar er stór og stæðilegur línumaður sem hefur margt til brunns að bera. Línuspilið var ekkert sérstakt hjá KA-mönnum á síðasta tímabili og þeir þurfa að vera duglegri að finna Einar og hann sömuleiðis að nýta færin sín.Jónatan og Stefán skrifuðu undir tveggja ára samning við KA í vor.mynd/kaÞjálfarinn KA er eina lið deildarinnar sem er með tvo þjálfara. Líkt og síðustu tvö tímabil er Stefán Árnason við stjórnvölinn hjá KA. Meðþjálfari hans í vetur verður Jónatan Magnússon. Hann stýrði KA/Þór með góðum árangri um þriggja ára skeið. Á síðasta tímabili endaði liðið í 5. sæti Olís-deildar kvenna sem nýliði. Jónatan var einnig aðstoðarþjálfari Axels Stefánssonar með íslenska kvennalandsliðið. Hann lék með KA á árum áður og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu 2002. Þrátt fyrir að vera yngsti þjálfarinn í Olís-deildinni í vetur býr Stefán yfir mikilli reynslu. Áður en hann tók við KA, sínu uppeldisfélagi, var stýrði hann Selfossi, kom liðinu upp í Olís-deildina og í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 21 ár.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: KA Hvað segir sérfræðingurinn?„KA er annað lið sem er að gera aðeins breytingar á þjálfarateymi sínu. Jónatan Magnússon kemur inn og hann er búinn að vera gera mjög flotta hluti með KA/Þór. Ég er búinn að heyra mjög fína hluti um hann og það er því spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í deildina. KA festi sig í sessi eftir að hafa komið upp í fyrra og það var allt mjög skemmtilegt hjá þeim, bæði umgjörðin og liðið,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um KA-liðið. „Það er gaman að heyra að allir útlendingarnir ætli að vera áfram því þeir eru skemmtilegir á velli og karakterar. Það er gaman af þeim. Þeir fá til sín Patrek frá Akureyri og Daníel Griffin. Það er erfitt að fá menn norður en ég held að þeir hafi gert ágætlega með þessu. Þetta eru ekki menn sem eiga að vera einhverjar stórstjörnur heldur eiga að smella inn í þetta lið sem hjálpar þeim við það að taka næsta skref áfram. Ef þeir halda heimavellinum góðum þá ættu þeir að gera kröfu á það að komast í úrslitakeppnina,“ segir Jóhann Gunnar.Hversu langt síðan að KA ... ... varð Íslandsmeistari: 17 ár (2002) ... varð deildarmeistari: 18 ár (2001) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 18 ár (2001) ... varð bikarmeistari: 15 ár (2004) ... komst í bikarúrslit: 15 ár (2004) ... komst í úrslitakeppni: 14 ár (2005) ... komst í undanúrslit: 15 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 17 ár (2002) ... féll úr deildinni: 35 ár (1984) (Lék undir merkjum Akureyrar frá 2006-2017) ... kom upp í deildina: 1 ár (2018)Gengi KA í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 9. sæti í deildinni 2017-18 B-deild (2. sæti) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti)Gengi KA í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 B-deild 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (8 liða úrslit) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (Ekki í úrslitakeppni) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (Undanúrslit)Hinn bráðefnilegi Dagur Gautason var í úrvalsliði EM U-18 ára í fyrra.vísir/báraAð lokum KA hefur nánast ekkert styrkt sig frá síðasta tímabili. Á móti kemur að liðið ætti ekki þurfa neinn tíma til að spila sig saman. KA var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og KA-menn eru ekki langt frá liðunum í 6.-8. sæti að getu. Þeir þurfa hins vegar að bæta sóknarleikinn og finna leiðir til nýta Dag Gautason betur. Þessi stórefnilegi hornamaður fékk úr alltof litlu að moða á síðasta tímabili. Kasumovic er gríðarlega öflug skytta en er hornablindur. Línuspilið þarf líka að vera mun betra en í fyrra og þá þurfa KA-menn að nýta skotin sín betur. Aðeins tvö lið voru með lakari skotnýtingu en KA á síðasta tímabili. KA spilar ákveðinn og beittan varnarleik og ef hann verður svipaður og í fyrra til viðbótar við aðeins betri markvörslu og fjölbreyttari sóknarleik ætti KA að geta komist í úrslitakeppnina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00