Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 18:45 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega þrettán þúsund prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli gegn Ecommerce 2020 sem býður Íslendingum lán frá smálaánfyrirtækjunum 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og smálánum. Kannað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki og hvort upplýsingar í eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við lög. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum.Gríðarlegir okurvextir Eftir að gagnaöflun Neytendastofu hófst gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu kemur fram: Ecommerce 2020 ApS braut gegn neytendalögum: -með innheimtu kostnaðar af neytendalánum. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í stöðluðu eyðublaði. -með ófullnægjandi upplýsingagjöf í lánssamningi. Neytendastofa þeim fyrirmælum til Ecommerce 2020 ApS að koma upplýsingum, í viðunandi horf. Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir að fyrirtækið segist hafa lækkað vexti en ennþá sé ágreiningur. „Nei, þeir hafa breytt heilmiklu hjá sér en það er ennþá ákveðinn ágreiningur um hvort þeir eigi að fara að íslenskum eða dönskum lögum,“ segir Þórunn Anna.Kröfðust ofgreiðslu upp á 464.000 krónur Fréttastofa hefur dæmi af manneskju sem tók 105 smálán hjá fyrirtækjum eCommerce 2020 á tíu mánaða tímabili frá 2018 og 2019. Alls nemur lánsupphæðin einni komma níu milljónum króna. Hvert lán var til 15-30 daga. Alls greiddi viðkomandi um 525.000 krónur í kostnað og vexti þennan tíma en hefði samkvæmt ákvörðun Neytendastofu og íslenskum lögum átt að greiða um 61.000 krónur. Þarna er því um ofgreiðslu að ræða uppá tæplega 464.000 krónur. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að hátt í tvö hundruð manns hafi leitað þangað vegna sambærilegra mála og segir að ákvörðun Neytendastofu gefi tilefni til hópmálsóknar.Dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í vaxtakostnað „Við erum einmitt að skoða þetta núna og mögulega með tilliti til mögulegrar hópmálsóknar en það er augljóst að fólk sem hefur verið að greiða alltof háa vexti á kröfu á þessi fyrirtæki. Við erum með dæmi um að fólk hefur greitt á þriðju milljón í vexti og afborganir á þessum lánum og eðlilega er fólki mikið niðri fyrir vegna þess að hafa greitt svona alltof mikið. Við hvetjum alla sem hafa tekið slík lán að hafa samband við okkur og kanna réttarstöðu sína,“ segir Breki Karlsson að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira