Það var Ok Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. ágúst 2019 10:00 Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Drottinn, einsog hann kemur fyrir í Gamla testamentinu, tók uppivöðslumenn ekki neinum vettlingatökum. Til dæmis, þegar nokkrir gerðu uppreisn gegn Móse í eyðimörkinni bað hann alla að færa sig frá þeim. Því næst lauk jörðin upp munni sínum og svelgdi uppreisnarmennina og renndi þeim niður til helvítis. Ekki ætla ég neinum þá illgirni að vilja mönnum vist í víti en hitt gæti verið hentugt ef fólk hyrfi einsog Ok. Þannig gæti forseti Alþingis sagt þingmönnum að færa sig frá málþófsmönnum, þegar þeir halda þinginu í gíslingu, og síðan látið gólfið gleypa þá en haldið svo þingstörfum áfram einsog ekkert hefði í skorist. Og ekki væri það verra ef jörðin opnaðist undir iljum Mike Pence þegar hann heimsækir fólk sem finnst óheppilegt að hitta hann. Þótt ótrúlegt megi virðast er til fólk sem gælir við slíkar hugmyndir. Bandaríkjaher hefur sprengt borgir og bæi til miðalda til að útrýma vondu fólki en verkefnið reynist alltaf sama eðlis og barátta Herkúlesar við orminn í Lernuvatni; við hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný. Brasilískir auðmenn vinna að því að losna við frumbyggja í Amason, Salvini beið þess nýlega að Miðjarðarhafið máði út bát fullan af flóttamönnum, spænsk yfirvöld bíða þess að katalónskir sjálfstæðissinnar fyrnist bakvið fangelsismúra, heitir trúmenn gæla enn við þá hugmynd að samkynhneigðir hætti að vera til og á kommentakerfinu bíður einhver þess að sjónvarpsstjarna sem káfaði á sautján ára stúlku hverfi af yfirborði jarðar. En jörðin opnast ekki. Við erum dæmd til að takast á við vandann.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar