Ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. ágúst 2019 07:30 Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Umferðaröryggi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ný umferðarlög hafa litið dagsins ljós. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, aka og leggja á göngugötum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, hefur nýlega tjáð sig um þetta ákvæði í fjölmiðlum og lýst undrun yfir að ekki var leitað eftir sjónarmiðum borgarinnar um frumvarpið. Afstaða Pawels og skýr andstaða hans við ákvæðið vekja upp áhyggjur hvort borgarmeirihlutinn ætli e.t.v. að hunsa það og þar með brjóta lög. Pawel gengur svo langt að segja að löggjafinn hafi verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Það er nokkuð alvarlegt þegar Pawel Bartoszek, kjörinn fulltrúi, segir að löggjafinn „sé á villigötum“. Pawel hefur áhyggjur af ásýnd göngugatna en tjáir sig hins vegar ekkert um þarfir fatlaðs fólks í umferðinni og mikilvægi þess að auðvelda aðgengi þess að göngugötum. Ég spyr, finnst Pawel ásýndin mikilvægari en aðgengi hreyfihamlaðra í umferðinni? Ekki er annað hægt en að vera fegin að meirihlutinn í borgarstjórn komst ekki með klærnar í frumvarpið á meðan það var í meðförum þingsins. Af orðum Pawels í fréttum má ráða að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lagt allt kapp á að koma þessu ákvæði út til að heildarásýnd göngugatna geti nú verið falleg. Pawel Bartoszek virðist undrandi á að þetta skyldi samþykkt og segir að „í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks fengi mögulega þessa heimild“. Nú velta margir fyrir sér hvernig skipulagsyfirvöld í borginni ætla að snúa sig út úr þessu í ljósi andstöðu þeirra gegn akstri einkabílsins í miðbænum hvernig svo sem hann er knúinn eða hvort sem bílstjórinn er fatlaður eða ófatlaður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur því lagt fram fyrirspurn í borgarráði um hvort hafinn sé undirbúningur að því að heimila P-merktum bílum að aka um og leggja í göngugötur. Lögin taka gildi um næstu áramót.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun