Einokunarsalar Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun