Sport

Kappaksturskona lést þegar hún reyndi að bæta heimsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jessi Combs var talin ein hæfileika ríkasta kappaksturkona í heimi en hún kom frá Bandaríkjunum og var 35 ára gömul.
Jessi Combs var talin ein hæfileika ríkasta kappaksturkona í heimi en hún kom frá Bandaríkjunum og var 35 ára gömul. vísir/getty
Kappaksturskonan Jessi Combs lést á þriðjudaginn þegar hún reyndi við heimsmet en þetta staðfesti fjölskyldi hennar fyrr í dag.

Jessi stýrði þættinum All Girls Garage en hún var talin einn besti ökuþórinn í heimi í kvennaflokki. Hún var við keppni á Alvord Desert í Oregon.

„Draumur Jessi var að verða sú hraðasta á jörðinni og hún hefur verið að eltast við þann draum síðan 2012,“ sagði í tilkynningu frá fjölskyldunni.





Combs var reglulega á skjánum í Bandaríkjunum en hún var meðal annars í bílaþættinum Overhaulin', Truck U, MythButsters og svo All Girls Garage.

Terry Madden, liðsfélagi Combs og náinn vinur hennar, segir að það hafi verið magnað að fylgjast með ástríðu hennar fyrir íþróttinni er hún skrifaði kveðju til Combs á Instagram-síðu sinni.

„Því miður misstum við hana í slysi í gær. Ég var fyrst að þessu og treystið mér, við gerðum allt til þess að reyna að bjarga henni,“ skrifaði Terry.

Metið sem Combs barðist við er met Kitty O'Neil sem á hraðametið í Bandaríkjunum er hún keyrði á 824 kílómetra á hraða en O'Neil lést í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×