Innlent

Davíð í Salnum

Ari Brynjólfsson skrifar
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra.
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið/Stefán
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mun halda erindi í Salnum í Kópavogi föstudaginn 6. september næstkomandi. 

Um er að ræða ráðstefnu á vegum Students for Liberty og American Institute for Economic Research. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Daniel J. Hannan, Evrópuþingmaður Breta, en hann lék stórt hlutverk í kosningabaráttunni um að koma Bretum úr ESB.

Aðrir ræðumenn verða Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og Edward Stringham hagfræðingur.

Davíð hefur lítið látið fara fyrir sér í opinberri stjórnmálaumræðu í kjölfar forsetakosninganna árið 2016, fyrir utan regluleg skrif í Morgunblaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×