Leggja áherslu að framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng verði flýtt Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 10:57 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur áherslu á að hönnun og framkvæmd Fjarðarheiðarganga verði flýtt. „Fjarðarheiðargöng eru lykillinn að eflingu atvinnulífs á austur- og norðurlandi auk þess sem tækifæri skapast til að flytja heitt og kalt vatn frá Héraði yfir á Seyðisfjörð,“ er haft eftir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði, í tilkynningu frá nefndinni. Þar er rakin kynning samgönguráðherra á skýrslu starfshóps um jarðgangakosti á Egilsstöðum fyrr í mánuðinum. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið í landshlutanum öllum með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging myndi færa samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Í tilkynningu frá samstarfsnefndinni segir að Fjarðarheiðargöng séu á 2. og 3. tímabili samgönguáætlunar fyrir árin 2019 – 2033 og í framhaldsflokki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi leggur hins vegar áherslu á að fjármagn verði tryggt til fullnaðarhönnunar á árinu 2020, framkvæmdum verði flýtt og verði á 1. og 2. tímabili samgönguáætlunar. Framkvæmdatími við gerð gangnanna er áætlaður um sjö ár. „Mikilvægum áfanga var náð þegar Fjarðaheiðargöng voru sett í forgang en verkefninu er þó hvergi nærri lokið,“ er haft eftir Birni. „Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdum verði flýtt enda eru tryggar samgöngur grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna á Austurlandi.“ Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Íbúakosningin er unnin í samræmi við stefnu Alþingis og ríkisstjórnar í byggða- og samgöngumálum um sameiningu sveitarfélaga. Markmiðið er að sameining sveitarfélaganna á Austurlandi leiði til aukins árangurs í byggða- og samgöngumálum, bættrar þjónustu og öflugri stjórnsýslu. Fyrirhugaðar samgöngubætur á Austurlandi eru því grunnur þess að framtíðarsýn samstarfsnefndar nái fram að ganga. Ef til sameiningar kemur verður Sveitarfélagið Austurland landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins með fjóra byggðakjarna og umfangsmikið dreifbýli. Íbúafjöldi verður um fimm þúsund.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15