Fimmtudagsbolti hjá Wolves og Steven Gerrard í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wolves fagna sigri í kvöld.
Leikmenn Wolves fagna sigri í kvöld. vísir/getty
Wolves tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur eftir 2-1 sigur á Torino í síðari leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Wolves í fjörugum leik á Ítalíu og það var Portúgalinn Raul Jimenez sem kom Wolves yfir á 30. mínútu.

Þannig stóðu leikar þangað til á 57. mínútu er Andrea Belotti jafnaði metin. Einungis mínútu síðar komst Wolves aftur yfir með marki Leander Dendoncker.





Fleiri urðu mörkin ekki og samanlagt 5-3 sigur Wolves sem spilar fimmtudagsbolta í Evrópudeildinni í vetur.

Steven Gerrard og lærisveinar hans verða einnig í riðlakeppninni í vetur eftir að Alfredo Morales skoraði sigurmarkið á 90. mínútu gegn Legia Varsjá.





Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og mark Alfredo var fyrsta og eina mark leiksins í Skotlandi í kvöld. Dramatík hjá Gerrard.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira