Þrír starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna létust í sprengingu í Líbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:07 Uppreisnarmenn í Líbíu fagna falli Gaddafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Scott Peterson Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið. Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið.
Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15
Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00
Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58
Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17
Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41
Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47
Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08