Vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 22:42 Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“ Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“
Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15