Giammattei kjörinn forseti Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 07:29 Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala. Getty/Josue Decavele Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil. Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil.
Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56