Erlent

Málmbrotum rigndi yfir Róm

Andri Eysteinsson skrifar
Flugvél Norwegian. Líklega ekki sú sem átti að fljúga frá Róm til Los Angeles.
Flugvél Norwegian. Líklega ekki sú sem átti að fljúga frá Róm til Los Angeles. Getty/NurPhoto
Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa. Independent greinir frá.

Himininn var þó enn í heilu lagi á sínum stað en sama mátti ekki segja um Boeing 787 Dreamliner flugvél Norwegian sem hafði nýlega flogið af stað frá Fiumicino flugvellinum í Róm.

Eitthvað virtist hafa farið úr skorðum í flugtaki en málmhlutir byrjuðu að losna frá vélinni og rigndi þeim yfir íbúa. Talið er að brotin hafi fallið af vinstri hreyfli vélarinnar sem var á leið til Los Angeles en þurfti að snúa við.

Málmhlutirnir voru að sögn vitna um 20 cm að lengd.

„Þetta voru eins og byssukúlur,“ hefur Il Messaggero eftir einum íbúanna en annar segist hafa átt fótum sínum fjör að launa. „Þetta var regn stáls og járns.“

Skemmdir urðu á bílum og húsum en lítið var um slys á fólki. Einn er sagður hafa brennst lítillega vegna málmsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×