Þessi gaur! Birgir Olgeirsson skrifar 12. ágúst 2019 16:00 Tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli voru frábærir. Vísir/Vilhelm Á tímum þar sem manni finnst allt þurfa að vera stórt og mikilfenglegt trónir tónlistarmaður á toppnum sem stendur einn á sviði vopnaður kassagítarnum og sjarmanum einum saman. Ed Sheeran hefur lagt heimsbyggðina að fótum sér og nú var komið að Íslandi á köldu laugardagskvöldi fyrir framan tæplega 30 þúsund manns á Laugardalsvelli. Í dag virðist ekki einu sinni duga að gefa út bíómynd með Superman einum. Myndin þarf helst að hafa Superman, Batman, Wonderwoman og allar hinar ofurhetjurnar með þeim svo fólk nenni í bíó. Eða, þetta er það sem mér finnst framleiðendur hugsa þegar þeir huga að útgáfu næstu myndar. Tónleikaumgjörð hefur svipaðan blæ, það er alltaf talað um stærstu tónleika ársins, aldarinnar, eða jafnvel allra tíma, heimsins og alheimsins þar sem er ekki bara hljómsveit, heldur blásturssveit, slagverkssveit, strengjasveit og aragrúi dansara með tilheyrandi ljósasýningu, sprengingum og ókeypis varningi. En í miðjunni á þessu offramboði öllu saman steig fram á sjónarsviðið Ed Sheeran, syngjandi hversdagsleg og einlæg lög úr sínum breska veruleika, og hefur notið ómældrar velgengni. Er þessi tónleikaferð hans sögð sú tekjuhæsta í sögunni. Það var margt um manninn á Laugardalsvelli.Vísir/VilhelmAllt önnur upplifun á tónleikum Tónlistin hans er í mörgum tilfellum frábær en sum lögin sem eru spiluð í útvarpi eru ekki alveg minn tebolli. Þegar hann hins vegar stígur á svið með miðlungslag lyftir hann því upp á annað „level“. Tónleikaupplifun með Ed Sheeran er allt önnur vídd á hans tónlist, hann er einn af fáum tónlistarmönnum þar sem lögin verða mun betri lifandi heldur en á plötu. Og þetta er alls ekki sjálfgefið eins og var komið svo skemmtilega inn á í kvikmyndinni Yesterday þar sem Ed Sheeran leikur sjálfan sig. Yesterday segir frá tónlistarmanni sem á erfitt uppdráttar, búinn að reyna eins og rjúpa við staur að koma sér á framfæri en ekkert gengur. Þegar hann svo allt í einu er sá eini í heiminum sem man eftir Bítlalögunum leggur hann af stað með þau í fararteskinu en viðtökurnar eru nánast engar til að byrja með. Hann áttar sig á því að það er ekki nóg að vera með frábær lög, jafnvel þau bestu sem samin hafa verið, þú sjálfur verður að búa yfir einhverju sérstöku til að ná í gegn. Þetta er það sem Ed Sheeran hefur ofan á það að vera fáránlega hæfileikaríkur tónlistarmaður.Hafði enga trú á að hann myndi ná til Íslands Ed Sheeran spilaði ekki bara lögin sín á Laugardalsvelli heldur gaf heilmikið af sér. Hann var afskaplega þakklátur fyrir að vera kominn til Íslands. Hann sagði áhorfendum frá því að hann hefði spilað í ótal borgum, enda hafði tónleikaferðalagið hans staðið yfir í frá því í mars árið 2017, en í fáum eins fallegum og Reykjavík. Um átján ára aldur var hann farinn að leika á litlum pöbbum í Lundúnum til að reyna að koma sér á framfæri. Á tónleikunum á Laugardalsvelli sagðist hann aldrei hafa gert sér það í hugarlund að hann ætti einhvern tímann eftir að fá að spila lögin sín á fallega Íslandi þegar hann var að hefja sinn feril.Ed Sheeran hafði enga trú á að hann myndi ná til Íslands þegar hann hóf feril sinn.Vísir/VilhelmÞetta er svo sem skjall sem tónlistarmenn grípa jafnan í til að mýkja gesti og gera þá móttækilegri fyrir tónlistinni en maður trúði hverju orði sem Sheeran sagði. Gestirnir voru á öllum aldri, enda 1/7 af þjóðinni sem keypti miða á tónleikana hans, sem blasti nokkuð augljóslega við manni þegar maður sá foreldra leiða börnin sín í gegnum tónleikasvæðið og barnabörnin styðja ömmur sínar og afa í gegnum stúkuna. Og hann hefði svo sem ekki mikið þurft að tala til að fá fólk með sér, þarna stendur hann einn fyrir framan 30 þúsund manns og heldur uppi fádæma stemningu þar sem flestir syngja með lögunum hans. Það var líka alltaf stutt í grínið. Þegar hann hafði leikið nokkur lög sagði hann skemmtilega kvöldstund fram undan en ef einhver þekkti ekki tónlistina hans ætti viðkomandi fyrir höndum tvær klukkustundir sem yrðu ansi lengi að líða.Það var einlæg gleði sem skein úr brosum margra sem fengum draum sinn um að sjá Ed Sheeran á tónleikum uppfylltan á laugardag.Vísir/VilhelmEftir að hafa leikið smelli í um klukkutíma sagði hann upphituninni lokið og hér eftir myndi hann einungis leika „þekktu lögin sín” sem allir ættu að geta sungið með. Áður en hann taldi í Thinking Out Loud sagði hann að ef einhver kynni ekki textann að því lagi þá væri hann á röngum tónleikum. Hvernig hann flutti Thinking Out Loud vakti nokkra athygli hjá mér. Þetta er ballaða sem er studd af bassa, trommum og píanóleik á plötunni hans, en á Laugardalsvelli stóð hann einn með gítarinn og flutti nánast útileguútgáfu af laginu, og á einhvern hátt svínvirkaði það, sem er svo einkennandi fyrir þennan gaur. Allt sem hann snertir verður að gulli.Ed Sheeran í íslensku kvöldsólinni.Vísir/vilhelmSvo mörg lög að hann þarf að þjappa þeim saman Hann gaf út fyrstu plötuna sína árið 2011 og liggur eftir hann ansi þéttur listi af smellum. Sem var nokkuð augljóst þegar hann greip til þess þjappa þremur lögum af fyrstu plötunni, þar á meðal Lego House, í þriggja laga syrpu til að geta komið sem mestu fyrir, þó svo hann hafi vissulega tekið lengri útgáfur af mörgum lögum. Í þessari syrpu geymdi hann lagið Give Me Love þar sem hann breytti 30 þúsund áhorfendum í tveggja radda kór. Hann lét þá sem voru vestan megin á vellinum syngja neðri röddina en austurhlutinn fékk það verkefni að syngja efri röddina. Lítið mál fyrir söngelska Íslendinga.Vísir/VilhelmÚtskýrði „loop-græjuna“ Ég hélt reyndar að það væri eitt sem þyrfti ekki að útskýra varðandi Ed Sheeran. Það er hvernig hann notast við loop-græju til að skapa hljóðheim sinn á sviði. En miðað við samtal sem ég heyrði fólk eiga í stúkunni á Laugardalsvelli finnst mér varla hjá því komist. Ed útskýrði þetta ferli sjálfur við upphaf tónleikanna, sagðist eiga eftir að gera nóg af þessu allt kvöldið. Slá taktinn, spila inn undirspilið og syngja síðan yfir það.Vísir/VilhelmSvo kom að einum kafla þar sem hann greip hljóðnemann af standinum og hljóp um sviðið án þess að leika á gítarinn en engu að síður heyrðust gítartónar og taktur í gengum hljóðkerfið. Þetta uppskar hlátur nokkurra í stúkunni sem töldu sig hafa séð í gegnum Sheeran, hann væri bara að „mæma” eftir allt saman.Vísir/VilhelmSamferðafólk þeirra benti þeim þó góðfúslega á að Sheeran væri ekki að „mæma“, hann væri að notast við „loop-græju“. „Loop-græja“ er hljóðbanki sem Sheeran leggur inn á. Hann lemur taktinn á gítarinn og stimplar hann inn í bankann sem er græja sem hann geymir á sviðinu fyrir framan sig og stjórnar með fótunum. Loop-græjan heldur taktinum sem Sheeran sló og heldur hann áfram að hlaða undirspili og bakröddum inn á hljóðbankann. Sheeran getur síðan tekið úr hljóðbankanum eins og hann þarf sem skapar þennan hljóðheim hans á sviði. Þetta gæti hljómað einfalt en er það ekki í framkvæmd, þetta krefst nokkurrar æfingar svo vel sé, líkt og raunin er með Sheeran. En stutta svarið er: Hann er ekki að „mæma” og gerir þetta allt einn. Hægt er að sjá þetta nokkuð nákvæmlega hérna. Þessi tónleikar voru ansi vel sóttir.Vísir/VilhelmEf ég ætti að velja einhver lög sem stóðu upp úr fyrir mitt leyti á þessum tónleikum myndi ég velja I See Fire, sem hann samdi fyrir kvikmyndina The Hobbit: The Desolation af Smaug. Flutningur hans á því lagi var frábær sem og á laginu Bloodstream þar sem hann lét áhorfendur sveifla höndunum í takt í viðlaginu og útkoman nokkuð dáleiðandi.Frábær frammistaða í nístandi kulda En það var ekki aðeins Ed Sheeran sem áhorfendur fengu að sjá, heldur líka Glowie, Zara Larsson og James Bay. Ég sá því miður ekki Glowie og Larsson en náði að hlusta á James Bay. Hann flutti sitt efni fumlaust og greinilegt á áhorfendum að hann á fjölda aðdáenda hér á landi sem var vafalaust sáttur við að sjá hann. Fanta söngvari og gítarleikari en það fyrsta sem sló mig á þessum tónleikum var kuldinn og hvernig James Bay og félagar virtust ekki láta hann á sig fá. Puttarnir mínir stífnuðu strax upp í kuldanum í stúkunni en á meðan horfði maður á tónlistarmennina spila sitt efni stífri norðan átt og sirka tólf gráðu hita eins og ekkert hefði í skorist. Þeir fá allavega risa klapp frá manni fyrir að láta þetta ekki bitna á tónlistarflutningnum, mögulega voru þau með hitara á sviðinu og þá fylgir bara annað hrós fyrir slíka fyrirhyggju, enda ekki í fyrsta skiptið sem þau spila utandyra. En veðrið hafði kannski áhrif á hljómburðinn, það er að segja vindurinn. Þegar James Bay byrjaði þá fannst mér eins og falsetturnar hjá honum og bandinu ættu það til að hverfa í hljóðblönduninni. Ég fór að velta fyrir mér hvort að mögulega hafi raddirnar verði eitthvað tæpar fyrir tónleikana en reyndur hljóðmaður benti mér á að stífur vindur hafi þau áhrif að ákveðið tíðnisvið geti hreinlega horfið í blæstrinum sem er erfiður við að eiga á tónleikum utandyra. Þetta skemmdi hins vegar ekki fyrir minni upplifun, bara eitthvað sem ég velti vöngum yfir á meðan ég sat og hlustaði. Til að draga þetta allt saman að lokum þá er niðurstaðan einföld. Þetta voru frábærir tónleikar með frábærum tónlistarmanni sem er á toppi ferils síns. Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Á tímum þar sem manni finnst allt þurfa að vera stórt og mikilfenglegt trónir tónlistarmaður á toppnum sem stendur einn á sviði vopnaður kassagítarnum og sjarmanum einum saman. Ed Sheeran hefur lagt heimsbyggðina að fótum sér og nú var komið að Íslandi á köldu laugardagskvöldi fyrir framan tæplega 30 þúsund manns á Laugardalsvelli. Í dag virðist ekki einu sinni duga að gefa út bíómynd með Superman einum. Myndin þarf helst að hafa Superman, Batman, Wonderwoman og allar hinar ofurhetjurnar með þeim svo fólk nenni í bíó. Eða, þetta er það sem mér finnst framleiðendur hugsa þegar þeir huga að útgáfu næstu myndar. Tónleikaumgjörð hefur svipaðan blæ, það er alltaf talað um stærstu tónleika ársins, aldarinnar, eða jafnvel allra tíma, heimsins og alheimsins þar sem er ekki bara hljómsveit, heldur blásturssveit, slagverkssveit, strengjasveit og aragrúi dansara með tilheyrandi ljósasýningu, sprengingum og ókeypis varningi. En í miðjunni á þessu offramboði öllu saman steig fram á sjónarsviðið Ed Sheeran, syngjandi hversdagsleg og einlæg lög úr sínum breska veruleika, og hefur notið ómældrar velgengni. Er þessi tónleikaferð hans sögð sú tekjuhæsta í sögunni. Það var margt um manninn á Laugardalsvelli.Vísir/VilhelmAllt önnur upplifun á tónleikum Tónlistin hans er í mörgum tilfellum frábær en sum lögin sem eru spiluð í útvarpi eru ekki alveg minn tebolli. Þegar hann hins vegar stígur á svið með miðlungslag lyftir hann því upp á annað „level“. Tónleikaupplifun með Ed Sheeran er allt önnur vídd á hans tónlist, hann er einn af fáum tónlistarmönnum þar sem lögin verða mun betri lifandi heldur en á plötu. Og þetta er alls ekki sjálfgefið eins og var komið svo skemmtilega inn á í kvikmyndinni Yesterday þar sem Ed Sheeran leikur sjálfan sig. Yesterday segir frá tónlistarmanni sem á erfitt uppdráttar, búinn að reyna eins og rjúpa við staur að koma sér á framfæri en ekkert gengur. Þegar hann svo allt í einu er sá eini í heiminum sem man eftir Bítlalögunum leggur hann af stað með þau í fararteskinu en viðtökurnar eru nánast engar til að byrja með. Hann áttar sig á því að það er ekki nóg að vera með frábær lög, jafnvel þau bestu sem samin hafa verið, þú sjálfur verður að búa yfir einhverju sérstöku til að ná í gegn. Þetta er það sem Ed Sheeran hefur ofan á það að vera fáránlega hæfileikaríkur tónlistarmaður.Hafði enga trú á að hann myndi ná til Íslands Ed Sheeran spilaði ekki bara lögin sín á Laugardalsvelli heldur gaf heilmikið af sér. Hann var afskaplega þakklátur fyrir að vera kominn til Íslands. Hann sagði áhorfendum frá því að hann hefði spilað í ótal borgum, enda hafði tónleikaferðalagið hans staðið yfir í frá því í mars árið 2017, en í fáum eins fallegum og Reykjavík. Um átján ára aldur var hann farinn að leika á litlum pöbbum í Lundúnum til að reyna að koma sér á framfæri. Á tónleikunum á Laugardalsvelli sagðist hann aldrei hafa gert sér það í hugarlund að hann ætti einhvern tímann eftir að fá að spila lögin sín á fallega Íslandi þegar hann var að hefja sinn feril.Ed Sheeran hafði enga trú á að hann myndi ná til Íslands þegar hann hóf feril sinn.Vísir/VilhelmÞetta er svo sem skjall sem tónlistarmenn grípa jafnan í til að mýkja gesti og gera þá móttækilegri fyrir tónlistinni en maður trúði hverju orði sem Sheeran sagði. Gestirnir voru á öllum aldri, enda 1/7 af þjóðinni sem keypti miða á tónleikana hans, sem blasti nokkuð augljóslega við manni þegar maður sá foreldra leiða börnin sín í gegnum tónleikasvæðið og barnabörnin styðja ömmur sínar og afa í gegnum stúkuna. Og hann hefði svo sem ekki mikið þurft að tala til að fá fólk með sér, þarna stendur hann einn fyrir framan 30 þúsund manns og heldur uppi fádæma stemningu þar sem flestir syngja með lögunum hans. Það var líka alltaf stutt í grínið. Þegar hann hafði leikið nokkur lög sagði hann skemmtilega kvöldstund fram undan en ef einhver þekkti ekki tónlistina hans ætti viðkomandi fyrir höndum tvær klukkustundir sem yrðu ansi lengi að líða.Það var einlæg gleði sem skein úr brosum margra sem fengum draum sinn um að sjá Ed Sheeran á tónleikum uppfylltan á laugardag.Vísir/VilhelmEftir að hafa leikið smelli í um klukkutíma sagði hann upphituninni lokið og hér eftir myndi hann einungis leika „þekktu lögin sín” sem allir ættu að geta sungið með. Áður en hann taldi í Thinking Out Loud sagði hann að ef einhver kynni ekki textann að því lagi þá væri hann á röngum tónleikum. Hvernig hann flutti Thinking Out Loud vakti nokkra athygli hjá mér. Þetta er ballaða sem er studd af bassa, trommum og píanóleik á plötunni hans, en á Laugardalsvelli stóð hann einn með gítarinn og flutti nánast útileguútgáfu af laginu, og á einhvern hátt svínvirkaði það, sem er svo einkennandi fyrir þennan gaur. Allt sem hann snertir verður að gulli.Ed Sheeran í íslensku kvöldsólinni.Vísir/vilhelmSvo mörg lög að hann þarf að þjappa þeim saman Hann gaf út fyrstu plötuna sína árið 2011 og liggur eftir hann ansi þéttur listi af smellum. Sem var nokkuð augljóst þegar hann greip til þess þjappa þremur lögum af fyrstu plötunni, þar á meðal Lego House, í þriggja laga syrpu til að geta komið sem mestu fyrir, þó svo hann hafi vissulega tekið lengri útgáfur af mörgum lögum. Í þessari syrpu geymdi hann lagið Give Me Love þar sem hann breytti 30 þúsund áhorfendum í tveggja radda kór. Hann lét þá sem voru vestan megin á vellinum syngja neðri röddina en austurhlutinn fékk það verkefni að syngja efri röddina. Lítið mál fyrir söngelska Íslendinga.Vísir/VilhelmÚtskýrði „loop-græjuna“ Ég hélt reyndar að það væri eitt sem þyrfti ekki að útskýra varðandi Ed Sheeran. Það er hvernig hann notast við loop-græju til að skapa hljóðheim sinn á sviði. En miðað við samtal sem ég heyrði fólk eiga í stúkunni á Laugardalsvelli finnst mér varla hjá því komist. Ed útskýrði þetta ferli sjálfur við upphaf tónleikanna, sagðist eiga eftir að gera nóg af þessu allt kvöldið. Slá taktinn, spila inn undirspilið og syngja síðan yfir það.Vísir/VilhelmSvo kom að einum kafla þar sem hann greip hljóðnemann af standinum og hljóp um sviðið án þess að leika á gítarinn en engu að síður heyrðust gítartónar og taktur í gengum hljóðkerfið. Þetta uppskar hlátur nokkurra í stúkunni sem töldu sig hafa séð í gegnum Sheeran, hann væri bara að „mæma” eftir allt saman.Vísir/VilhelmSamferðafólk þeirra benti þeim þó góðfúslega á að Sheeran væri ekki að „mæma“, hann væri að notast við „loop-græju“. „Loop-græja“ er hljóðbanki sem Sheeran leggur inn á. Hann lemur taktinn á gítarinn og stimplar hann inn í bankann sem er græja sem hann geymir á sviðinu fyrir framan sig og stjórnar með fótunum. Loop-græjan heldur taktinum sem Sheeran sló og heldur hann áfram að hlaða undirspili og bakröddum inn á hljóðbankann. Sheeran getur síðan tekið úr hljóðbankanum eins og hann þarf sem skapar þennan hljóðheim hans á sviði. Þetta gæti hljómað einfalt en er það ekki í framkvæmd, þetta krefst nokkurrar æfingar svo vel sé, líkt og raunin er með Sheeran. En stutta svarið er: Hann er ekki að „mæma” og gerir þetta allt einn. Hægt er að sjá þetta nokkuð nákvæmlega hérna. Þessi tónleikar voru ansi vel sóttir.Vísir/VilhelmEf ég ætti að velja einhver lög sem stóðu upp úr fyrir mitt leyti á þessum tónleikum myndi ég velja I See Fire, sem hann samdi fyrir kvikmyndina The Hobbit: The Desolation af Smaug. Flutningur hans á því lagi var frábær sem og á laginu Bloodstream þar sem hann lét áhorfendur sveifla höndunum í takt í viðlaginu og útkoman nokkuð dáleiðandi.Frábær frammistaða í nístandi kulda En það var ekki aðeins Ed Sheeran sem áhorfendur fengu að sjá, heldur líka Glowie, Zara Larsson og James Bay. Ég sá því miður ekki Glowie og Larsson en náði að hlusta á James Bay. Hann flutti sitt efni fumlaust og greinilegt á áhorfendum að hann á fjölda aðdáenda hér á landi sem var vafalaust sáttur við að sjá hann. Fanta söngvari og gítarleikari en það fyrsta sem sló mig á þessum tónleikum var kuldinn og hvernig James Bay og félagar virtust ekki láta hann á sig fá. Puttarnir mínir stífnuðu strax upp í kuldanum í stúkunni en á meðan horfði maður á tónlistarmennina spila sitt efni stífri norðan átt og sirka tólf gráðu hita eins og ekkert hefði í skorist. Þeir fá allavega risa klapp frá manni fyrir að láta þetta ekki bitna á tónlistarflutningnum, mögulega voru þau með hitara á sviðinu og þá fylgir bara annað hrós fyrir slíka fyrirhyggju, enda ekki í fyrsta skiptið sem þau spila utandyra. En veðrið hafði kannski áhrif á hljómburðinn, það er að segja vindurinn. Þegar James Bay byrjaði þá fannst mér eins og falsetturnar hjá honum og bandinu ættu það til að hverfa í hljóðblönduninni. Ég fór að velta fyrir mér hvort að mögulega hafi raddirnar verði eitthvað tæpar fyrir tónleikana en reyndur hljóðmaður benti mér á að stífur vindur hafi þau áhrif að ákveðið tíðnisvið geti hreinlega horfið í blæstrinum sem er erfiður við að eiga á tónleikum utandyra. Þetta skemmdi hins vegar ekki fyrir minni upplifun, bara eitthvað sem ég velti vöngum yfir á meðan ég sat og hlustaði. Til að draga þetta allt saman að lokum þá er niðurstaðan einföld. Þetta voru frábærir tónleikar með frábærum tónlistarmanni sem er á toppi ferils síns.
Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira