Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í tilkynningu til kaupenda íbúða í Árskógum 1-3 frá Félagi eldri borgara (FEB) vegna 400 m.kr. viðbótarkostnaðar sem kaupendum var gert að greiða má sjá hvernig reynt er að spila með tilfinningar þeirra í því skyni að fá þá til að samþykkja viðbótargreiðsluna. Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB með því að segja „að virkni samtakanna væri stefnt í voða ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína“ eins og segir í tilkynningunni. Einnig segir „að meirihluti hafi samþykkt að greiða og almennt hafi fólk sýnt málinu skilning“. Með þessu er verið að þrýsta á þá sem eiga eftir að greiða viðbótargreiðslu um að sýna því skilning. Reynt er að vekja upp einhvers konar þakklætistilfinningu hjá kaupendum með því að minna á að margir hafi haft áhuga á að kaupa íbúðirnar, enda undir markaðsverði. Segir í tilkynningunni „Þegar framkvæmdir hófust hafi rúmlega fjögur hundruð félagsmenn lýst yfir áhuga“. Tilgangurinn er augljós, að láta þá sem ætla að kanna rétt sinn fá samviskubit og upplifa sig vanþakklát.Ekki vera með vesen! Kaupendur, sumir með þinglýsta kaupsamninga, voru grunlausir um hvað biði þeirra og einhverjir komnir langleiðina með að flytja inn. Áfallið er því mikið. Skyndilega er fótunum kippt undan hópi eldri borgara sem eru fullir tilhlökkunnar. Afleiðingar eru trúnaðarbrestur gagnvart FEB og fjárhagsáhyggjur þar sem ekki allir eldri borgarar eiga 5-7 m.kr. í handraðanum. Í ofanálag er reynt að láta þá sem ekki eru tilbúnir að láta valta yfir sig fá samviskubit og líða illa vilji þeir kanna rétt sinn. Í tilkynningunni er ekkert minnst á „skekkjuna“, mistökin sem leiddu til viðbótarkostnaðarins og hverjir bera ábyrgð á honum. Þeir sem bera ábyrgðina eiga auðvitað að axla hana. Ég spyr hvernig framkoma er þetta eiginlega?Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í tilkynningu til kaupenda íbúða í Árskógum 1-3 frá Félagi eldri borgara (FEB) vegna 400 m.kr. viðbótarkostnaðar sem kaupendum var gert að greiða má sjá hvernig reynt er að spila með tilfinningar þeirra í því skyni að fá þá til að samþykkja viðbótargreiðsluna. Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB með því að segja „að virkni samtakanna væri stefnt í voða ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína“ eins og segir í tilkynningunni. Einnig segir „að meirihluti hafi samþykkt að greiða og almennt hafi fólk sýnt málinu skilning“. Með þessu er verið að þrýsta á þá sem eiga eftir að greiða viðbótargreiðslu um að sýna því skilning. Reynt er að vekja upp einhvers konar þakklætistilfinningu hjá kaupendum með því að minna á að margir hafi haft áhuga á að kaupa íbúðirnar, enda undir markaðsverði. Segir í tilkynningunni „Þegar framkvæmdir hófust hafi rúmlega fjögur hundruð félagsmenn lýst yfir áhuga“. Tilgangurinn er augljós, að láta þá sem ætla að kanna rétt sinn fá samviskubit og upplifa sig vanþakklát.Ekki vera með vesen! Kaupendur, sumir með þinglýsta kaupsamninga, voru grunlausir um hvað biði þeirra og einhverjir komnir langleiðina með að flytja inn. Áfallið er því mikið. Skyndilega er fótunum kippt undan hópi eldri borgara sem eru fullir tilhlökkunnar. Afleiðingar eru trúnaðarbrestur gagnvart FEB og fjárhagsáhyggjur þar sem ekki allir eldri borgarar eiga 5-7 m.kr. í handraðanum. Í ofanálag er reynt að láta þá sem ekki eru tilbúnir að láta valta yfir sig fá samviskubit og líða illa vilji þeir kanna rétt sinn. Í tilkynningunni er ekkert minnst á „skekkjuna“, mistökin sem leiddu til viðbótarkostnaðarins og hverjir bera ábyrgð á honum. Þeir sem bera ábyrgðina eiga auðvitað að axla hana. Ég spyr hvernig framkoma er þetta eiginlega?Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun